miðvikudagur, janúar 18, 2006

Upphaf Suður-Ameríkuferðarinnar nálgast nú óðfluga. Við hefjum ferðina með morgunflugi til Lundúna þriðjudaginn 31. janúar og eldsnemma morguninn eftir höldum við áfram til Venesúela með smástoppi í Lissabon. Eftir nákvæmlega tvær vikur verðum við því nýlent í Caracas í Venesúela og líklegast að leita okkur að gistingu. Nákvæmt framhald mun sem sagt ekki ráðast fyrr en á staðinn er komið enda viljum við alls ekki binda hendur okkar um of með fyrir fram niðurnjörvaðri áætlun.

Lesendum (og okkur sjálfum) til hægðarauka höfum við þó smellt inn korti sem ætti að gefa grófa mynd af leið okkar um álfuna. Næstu daga munum við svo lauma inn bloggfærslum um ferðaplön okkar með hliðsjón af kortinu góða.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta verður ævintýralegt. Skemmtið ykkur vel!

18/1/06 22:28  
Blogger Siggi said...

Ég hnaut um þessa setningu;"Lesendum(og okkur) til hægðarauka....". Ég vona innilega að þið ætlið ekki að ganga á hægðaraukandi lyfjum þarna í Ameríku? En ef svo er þá segi ég bara; Shit maður....

20/1/06 01:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Já þakka ykkur kærlega fyrir, mér veitir ekki af smá hægðarauka núna eins og málins standa. Déskotans mötuneytismatur.

20/1/06 23:31  

Skrifa ummæli

<< Home