sunnudagur, janúar 22, 2006

9 dagar

Ef allt gengur að óskum, og ég fótbrýt mig ekki í þessari hálku, þá erum við á leiðinni út eftir 9 daga. Ég get ekki neitað því að smá stress hnútur hafi hreiðrað um sig í maganum á mér sem gerir mér erfiðara um svefn á næturnar. Sem betur fer virðist spennan ætla að hafa yfirhöndina.

Grófa planið (eins og sést á kortinu hér til hliðar sem Snæbjörn er búinn að vera að dunda sér við í Photoshop;) er að fljúga til Caracas, kíkja á borgina, skella sér á einhverja af eyjunum í karabíska hafinu úti fyrir ströndum Venezuela og sleikja sólina og busla í sjónum í 1-2 daga. Fara þaðan að skoða Englafoss sem er hæsti foss í heimi. Þaðan myndum við svo koma okkur yfir til Brazilíu, og halda í ævintýraför inn í Amazon frumskóginn frá borginni Manaus. Við vonumst til að verða þar í u.þ.b. viku og fljúga svo þaðan til Río de Janeiro (sem er 6 og hálfs tíma flug innanlands!!) og skoða okkur um á kjötkveðjuhátíðinni þar. Eftir Río de Janeiro er ekki alveg fastmótað hvert við förum eða hvað við gerum. Við ætlum okkur allavega að skoða Iguazú fossa á landamærum Brasilíu, Argentínu og Paraguay og ætli við förum ekki yfir til Argentínu þaðan.
En það kemur allt saman í ljós:)

Svo er bara að vona að við komumst á almennileg netkaffihús til að segja ykkur frá hvar við erum og setja inn myndir.

Á leiðinni út stoppum við hálfan dag í London, hvað á maður að skoða þegar maður kemur í borgina klukkan 12:00 á hádegi og fer klukkan 06:00 morguninn eftir?

Allar tillögur verða metnar og ígrundaðar :)

12 Comments:

Blogger Sigurjón said...

Ég ráðlegg ykkur að spara ykkur bara. Það verður af nógu að taka þarna suður frá.

22/1/06 14:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég fór einu sinni út fyrir Mosó og það var ekkert smá spennandi að sjá allan þennan heim sem er þarna úti. Þannig að þið getið ekki búist við minna en Ógisslega miklu upplifelsi og fjöru. En vó, netkaffi? Ertu nú ekki að gera þér einhverjar falskar vonir. Eru menn ekki ennþá að tilbiðja hvíta manninn sem guð þarna suðurfrá?

22/1/06 23:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Þetta átti nú að vera fjöri an hitt virkar líka.

22/1/06 23:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð með þér í huga á Carnivalinu í Ríó. RARRR ég öfunda þig svo::::::::P

24/1/06 09:27  
Blogger Unknown said...

Svalasti maður sem ég hef séð er blökkumaðurinn í Stimorol auglýsingunum. Farið og hittið á hann. Make some noice!

25/1/06 15:54  
Blogger Una said...

Tid gaetud farid i London Eye, eg myndi segja ad tad vaeri snidugt fyrir stutt stopp; ta faid tid utsyni yfir borgina og svona. Og mer fannst mjog gaman ad rolta um Tower of London. Tad er gaman ad skoda svona gamla kastala. Annars ta slappid tid natturulega bara af og erud ekkert ad stressa ykkur a svona stuttu stoppi. Bara rolta um midbaeinn.

En annars ta var gaman ad heyra i ykkur i simanum adan. Leitt ad geta ekki maett i partyid til tin Snaebjorn. Eg oska ykkur godrar ferdar og hlakka til ad fylgjast rafraent med ykkur.

29/1/06 05:21  
Blogger Þorbjörg said...

Vá hvað ég öfunda ykkur mikið... Ég mun hugsa til ykkar þegar ég sit hér uppi á læknagarði og svitna yfir bókunum. Sorrí að ég kom ekki á laugardaginn... Annars segi ég bara góða ferð og góða skemmtun!! :)

30/1/06 10:21  
Blogger Anna said...

Vá, thid erud ad fara á morgun! Góda ferd englabossar og passid thid hvort annad ógisslega vel. Skemmtid ykkur og upplifid, njótid thess ad vera til. Ég efast ekki um ad thid munud gera thad! Hlakka til ad hitta ykkur í sumar og heyra sögur. Góda ferd:)

30/1/06 15:59  
Blogger Erna Blöndal said...

Góða ferð elsku krakkar!! Mun hugsa til ykkar oft á næstu mánuðum og kíkja hingað reglulega :)

kv. Ernan

31/1/06 16:34  
Blogger Sigurjón said...

Góða ferð og góða skemmtun!

31/1/06 16:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Jiii hvad þetta er spennandi hjá ykkur!!
Loksins komið að þessu ;).... Skemmtið ykkur nú alveg rosalega vel...
en farið varlega og vel með ykkur
Góða ferð ....
Edda Davíðsd. og co

31/1/06 16:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið eruð farin....sniff, sniff

Ógeðslega er ég stolt af ykkur!

31/1/06 21:41  

Skrifa ummæli

<< Home