föstudagur, apríl 21, 2006

Gleðilega páska, sumar og allt hvað eina


Nú hefur verið ákveðið að taka nýja stefnu á þessu bloggi. Blogga frekar oftar og minna og láta vita hvar við erum. Skella svo stóru færslunum með inn á milli. Hvernig hljómar það, haaa?

Allavega, hér erum við stödd í Puerto Montt í Chile, hjá frændfólki Snæbjörns þeim Sverri og Ástu. Hér erum við búin að vera í viku í góðu yfirlæti og mikið var nú gott var að komast inn á heimili eftir að hafa verið hálf rótlaus síðustu tvo mánuði.

En nú eru batteríin hlaðin og áfram skal haldið og er Santiago, höfuðborg Chile, næsti stoppustaður. Þangað verðum við komin í fyrramálið eftir um 13 klst rútuferð en við leggjum af stað í kvöld. Þessi rútuferð verður eins og útlendingarnir kalla það „piece of cake“ miðað við þær sólahringsrútuferðir sem við höfum nú þegar kynnst.

Hér flýtur með mynd af Snæbirni, Sverri og Ástu við eldfjallið Osorno sem við fórum í bíltúr upp að. Þar er hið fínasta skíðasvæði á veturna. Osorno er um 2660 metra hátt og er flokkað sem sofandi eldfjall. Því ætti að vera hægt að skíða þarna í einhverja áratugi/aldir í viðbót, vonandi þ.e.a.s.

17 Comments:

Blogger Anna said...

Mér líst rosalega vel á þetta plan, að blogga oftar og minna í einu. Öðru hvoru fær maður nefnilega panikkast um að þið séuð bara týnd og tröllum gefin ef ekki hefur heyrst frá ykkur í langan tíma! En það er greinilegt að þið hafið það gott, og það er frábært að heyra!

22/4/06 00:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Magnað!

Þessi mynd minnir á Kerlingarfjöllin á góðum degi.

22/4/06 11:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var eins og Meatloaf sagði í lagi sínu í den: "you took the words right out of my mouth..." En annars sammála síðasta ræðumanni. Og takk fyrir síðast ;P

22/4/06 13:55  
Blogger Sigurjón said...

Ég var ótrúlega lengi að kveikja á þessari mynd. Annars væri mjög gaman að sjá fleiri.
Og endilega bloggið oftar. Nógur er áhuginn.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

22/4/06 19:15  
Blogger Sigurjón said...

Ég biðst afsökunar á þessu.

22/4/06 19:17  
Anonymous Nafnlaus said...

sæl frænka, skilaðu kveðju til Sverris frá Jóa frænda á Ísafirði, pabbi þinn biður að heilsa og mumma lóa líka....

22/4/06 23:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég skila thví Jói minn og innilega til hamingju med verdlaunin, vid fylgdumst med thér hérna í Chile :)

Ég bid ad heilsa öllum lìka.

23/4/06 00:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér líst vel á stuttar færslur. Þær eru líka skemmtilegar!

Ég hélt að þessi mynd væri árs gömul eða svo því hún er eitthvað svo íslensk og passaði ekki inn í lýsingar ykkar af frumskógarævintýrum!

Annars er gott að heyra í ykkur eftir laaaaanga þögn. Ég hélt að þið hefðuð gleymt okkur ævintýraþyrstu Íslendingunum alveg ;)

24/4/06 13:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Kemur færslunni ekkert við en konan á myndinni er stjarnfræðilega lík balletkennaranum mínum...hélt kannski að ykkur langaði að vita það!

27/4/06 13:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hó :) gaman að heyra af ykkur...ég viðurkenni að ég er allt of slök að lesa um ævintýrin ykkar :/ soory...lofa að bæta mig :)
Annars gleður það mig að þið skulið vera komin til Chile....svona gömlu góðu heimahagana mína ;) hehe, nei segi nú bara svona...og ekki er síðra að vera smá með Ástu og Sverri, þau eru rosalega góð :)
Ég vona að þið hafið það sem allra best og hlakka til að lesa meira ;)

28/4/06 00:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe.. ég hélt pottþétt líka að þetta væri mynd frá Íslandi :)

28/4/06 16:00  

Skrifa ummæli

<< Home