sunnudagur, mars 26, 2006

Frumskógarnætur

29 klst rútuferð bar okkur alla leiðina yfir landamæri Brasilíu og til frumskógarborgarinnar Manaus. Tessi rútuferð var hins vegar ekki eins erfið og við bjuggumst vid ef frá voru talin öll þau skorkvikindi er völsudu um veggi og glugga rútunnar eins og þau ættu staðinn. Endalausar vakningar venezulenska hersins um nóttina gerðu það hins vegar að verkum að svefn var af skornum skammti um nóttina þótt vid hefðum vegna þess sofið þvi meira um daginn. Þessar vakningar voru hins vegar alls ekki skemmtilegar. Á um 500 km kafla vorum við stoppuð fjórum sinnum. Í þremur tilfellum af þessum fjórum var okkur sagt að gjöra svo vel að stíga út úr rútunni með allan okkar farangur því að það átti að skoða hann. Þannig að þarna stöndum við í röð klukkan, 1:30, 3:30, og 6:00 um nóttina í ca. hálftíma, 40 mín í hvert skipti og bíðum þess að hermennirnir geti horft á okkur tæma úr töskunum okkar til þess eins að troða aftur ofan í taer. Rútan stoppaði aldrei á milli þessarra stöðva, þannig að okkur hefði ekki gefist tækifæri á að dæla eiturlyfjum og skotvopnum í töskurnar okkar á milli þessara stöðva þótt við hefðum viljað það. Þegar einn farþegi rútunnar spurði svo hvort þeir gætu ekki hringt á milli vegastoppa til að staðfesta að allur farangur hefði verið skoðaður, brást hermaðuri ókvaeða við og skoðaði tösku spyrjanda þvi betur. Ég persónulega gerði í því að hafa dömubindin, túrtappana og óhreinu fötin efst í von um að hermennirnir færu hjá sér og myndu sleppa mér létt í gegn. Virkaði í tveimur skiptum af þremur.

Kl. 01:30 thann 17. febrúar (lögdum af stad thann 15.febrúar kl. 20:30) vorum vid loksins komin til Manaus. Hentum okkur inn í fyrsta leigubíl sem vid fundum og héldum á hótel sem hét thví skemmtilega nafni Tíundi júlí. Morguninn eftir var tekinn med trompi og verslud heil frumskógarferd, 6 daga og 5 nátta ferd, med frumskógarfyrirtaekinu Amazon Gero Tours sem svo heppilega vildi til ad var vid hlidina á hótelinu okkar. Thjónustan thar fannst okkur vera framúrskarandi(langar bara ad skjóta inn í ad í thessum skrifudu ordum er maur ad rannsaka lyklabordid mitt), en their hjálpudu okkur med allt sem vid áttum eftir ad gera. Tar ma t.d. nefna finna banka, ganga a milli ferdaskrifstofa, túlka, finna og kaupa flug frá Manaus til Rió, finna ódýran stad til ad thvo thvott (hrein föt eru vanmetin!!!), kaupa vadstígvél og skordýrafaelu-sprey fyrir frumskóginn, hringja fyrir okkur hingad og thangad innan Brasilíu,leyfdu okkur ad nota internetid hjá sér ad vild og svona maetti lengi áfram telja. Vid vorum ordnir algjörir heimalningar tharna thegar their loksins losnudu vid okkur til Rió.

Frumskógarferdin hófst hins vegar 18. febrúar klukkan 8 um morgun. Á leidinni á gististad okkar vid Mamori ánna sigldum vid yfir Amazonfljótid. Tar í midju fljótinu stoppudum vid hjá stad sem er kalladur "Stadurinn thar sem árnar maetast" eda á hinu vinsaela slettumáli "The meeting of the Rivers" thar sem Rió Negro og Rió Solimões maetast og mynda Amazonfljótid en skil þeirra má sjá mjög greinilega. Öðrum megin má sjá kolsvarta á en hinum megin eru hún leðjubrún.

Leiðsögumaður okkar inn í frumskóginn hét Edson. Við fyrstu kynni virtist hann vera algjör gúmmítöffari, en það voru víst bara sólgleraugu og silfurtönnin því hann var vænsta skinn og heilmikið í hann spunnið. Hann er aðeins einu eða tveimur árum eldri en við en hafði þó verið leiðsögumaður í 6 ár hjá Amazon Gero tours. Til 14 ára aldurs bjó hann í frumskóginum með fjölskyldu sinni en eftir það fluttist hann til frumskógarborgarinnar Manaus. Það magnaða við þennan leiðsögumann var hvað hann var ákveðinn um hvað hann vildi gera í framtíðinni. Hann ætlar sér að verða læknir og vinna í frumskóginum til að hjálpa fólkinu þar í kring. Það er hins vegar mjög erfitt að komast inn í læknanám í Brasilíu og mjög dýrt. Til þess að nýta tímann sem best var hann oft með ljósrit úr eðlisfræðibókum sem hann las í stafni vélknúna kanóans þegar við vorum í löngum bátsferðum. Hann talaði mjög góða ensku, og einnig spænsku, ágætis þýsku og eitthvað í japönsku. Gamla sjálfsbjargarviðleitnin haaaa?

Eftir 2 og hálfs tíma ferð með bátum og bílum komum með að dvalarstað okkar í frumskóginum. Þetta var tveggja hæða kofi, með rússneskum ljósaperum og hengirúmum. Okkur var reyndar úthlutað herbergi en þar sem að okkur líkaði ekkert sérstaklega vel að liggja á 5 cm plönkum, þar sem að dýnan lagðist bara saman, var gist í hengirúmum það sem eftir var ferðinnar. Og þvílíkur lúxus, ég held að það sé varla neitt þægilegra en að liggja í hengirúmi á efri hæð þessa húss með bók og tónlist í eyrum. Ekki skaðaði heldur að engar rúður voru á gluggunum þarna (í herbergjunum voru reyndar flugnanet) þannig að hlý golan streymdi inn.... Það eina slæma við að sofa í hengirúmum í Amazon eru helv... flugnanetin sem maður þarf alltaf að hafa yfir þeim. Þau gerðu lítið sem ekkert gagn þar sem að þau lágu alltaf upp að manni, en það var reyndar eflaust bara vegna gæða þessarra neta sem við fengum.

Fyrsti maðurinn sem við hittum í þessu húsi var hann Daryll. Hann var að búa sér til sjóskíðabretti úr planka, gömlum sjúskuðum skóm og bandi. En sagan var sú að honum hafi leiðst svo mikið löngu bátsferðirnar og hefði honum þá dottið í hug hversu miklu skemmtilegra væri að fara þetta á sjóskíðum, eða hérna sjóbretti. Eftir að hafa málað á brettið stjörnur og tungl var það loksins tilbúið til prófunar. Og viti menn, eftir að hafa hangið aftan í bát mannsins sem rak staðinn þar sem við gistum í tuttugu mínútur, tókst honum loksins að standa á brettinu. Og nú er í deiglunni að opna sjóskíðaskóla í Amazon.(Innskot: nú er ennþá stærri maur að skríða á skjánum mínum)

En Darryll er ekki einvörðungu þekktur fyrir færni sína á heimatilbúnum sjóbrettunum heldur hefur hann ýmislegt annað í pokahorninu. Meðal annars má nefna að hann hefur verið á flakki um heiminn í meira og minna 6 ár og hefur þar með heimsótt stóran hluta heimsins, í raun sagðist hann bara eiga eftir Afríku og Norðurlöndin. Hann ferðast um á mótorhjóli og kaupir þau þegar hann kemur inn í landið og selur þau svo þegar hann fer aftur. Ég spurði hvort að hann hefði unnið í lottói en hann svaraði því neitandi, sagðist eiginlega ekki vita sjálfur hvernig hann færi að þessu. Hann vildi örugglega bara ekki deila leyndarmálinu. Það skemmtilega við þennan mann var hvað hann var afslappaður, sem dæmi ákvað hann að vera degi lengur í frumskóginum af því að hann hafði fundið bók sem honum langaði til að klára. Eins þegar hann var spurður um hversu lengi hann hugðist ferðast þá var hann ekki viss en sagði svo eftirminnilega: „maybe forever....“ Já, mér fannst það soldið kúl. Í upphafi ætlaði hann víst bara að fara í 1 árs heimsreisu, en einhvern veginn tegðist úr henni. Þessi 35 ára Kaliforníu-búi hafði því margar mjög skemmtilegar og áhugaverðar sögur og ef þið hafið áhuga þá er hann með heimasíðu, www.groovydomain.com.

------------------------------------------------------

En svona til að hverfa til þess sem við erum að gera akkúrat núna en ekki fyrir einhverjum vikum síðan, þá erum við sem sagt stödd í Buenos Aires, evrópsku borg Sudur Ameríku. Og já, hér myndi ég vilja búa. Við vorum tvær nætur í Asunción í Paraguay en okkur langaði bara aðeins að kíkja tangað á leið okkar til Argentínu. Paraguay er mun meira sveitó, ef það má segja það, heldur en Brasilía og Venezuela. Brasilía er mun þróaðra að öllu leiti og í Venezuela er allt önnur stemming. Sú stemming tilheyrir því eflaust ad landið liggur við karabíska hafið.

Það hefur samt verið mjög gaman að bera saman löndin og það sem við höfum tekið eftir er t.d. að í Venezuela drekka þeir allt með röri. Ég er ekki bara að tala um safa og gosdrykki, ég er að tala mjólk úr mjólkurfernum og ég er að tala um að þeir drekka alltaf bjórinn sinn með röri.

Í Brasilíu er hins vegar siðurinn sá að stinga ávallt upp þumalputtanum ef þú ert sammála um eitthvað eða bara ef þú ert í góðu skapi þá er það bara „thumbs up“. Mjög skondið, og það gera allir þetta og það er fyndið hvað þetta festist við mann. Ég stend mig ósjaldan að því að vera reka þumalputtanum framan fólk þegar ég segi „gracias.“ Vonandi telur fólk mig ekki vera skrýtna.

Við höfum enn ekki verið nógu lengi í Paraguay eða Argentínu til að sjá einhver þjóðareinkenni en það kemur eflaust. Það sem við höfum hins vegar séð er að hvar sem Argentínu- eða Paraguaybúar eru þar er mate. Það eru hreinlega allir að drekka maté, sem er te úr matelaufum. Á hverju götuhorni, á hvaða bekk sem er og inn öllum skrifstofum er fólk með mataglös. Í glasinu er heill hellingur af mate-laufum og svo hella þeir vatni yfir þetta allt saman, hvort sem er heitu eða köldu, og drekka svo í gegnum stálrör sem gegnir einnig hlutverki sem skeid. Í Paraguay drekka þeir víst meira af köldu mate heldur en heitu og njóta ad súpa tad ískalt í skugganum á medan siestan þeirra varir, sem virðist vera frá klukkan 11 á morgnanna til klukkan fimm á daginn.

Eg set framhaldid af Amazon fljótlega inn, en ef ég thekki okkur rett er víst best ad lofa engu. En Buenos Aires bídur sem og steikurnar og raudvínid....

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þessi ferð er rosaspennandi!!!

Thumbs up ;-)

Vil svo skjóta að einni fyrirframreiddri afmæliskveðju: Til hamingju með afmælið, brósi!

Sverrir

27/3/06 18:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið lifandi skelfingar ósköp er gaman að heyra aðeins frá ykkur túrhestunum. Og mitt ráð er það að hvar svo sem þið eruð í heiminum stödd, þumallinn rúlar, hann er það sem skilur okkur að frá hinum gerpum þessarar jarðar. Og að lokum Tú þömbs öpp elskurnar ;)

27/3/06 23:37  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn félagi! Gaman að geta fylgst með ferðum ykkar hér. Við í kvartettnum hittumst strjált þessa dagana en erum með skemmtilegt verkefni, nútímastykki að nafni Notturno eftir Autenrieth. Bestu kveðjur til ykkar beggja,
Bjarnheiður

28/3/06 09:42  
Blogger Erna Blöndal said...

Til hamingju með afmælið Snæbjörn! :)
Það er alveg frábært að lesa um öll þessi ævintýri ykkar og ég get stundum ekki annað en hallað mér aftur, lokað augunum og ímyndað mér að ég sé þarna með ykkur! ;)

THUMBS UP!

28/3/06 13:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ, til hamingju með afmæli Snæbjörn!!! Hafið þið það sem allra best þarna úti, sakna ykkar alveg ótrúlega!! -Steinunn

28/3/06 14:29  
Blogger Sigurjón said...

Til hamingju með afmælið Snæbjörn!

Verði ykkur svo að góðu í Buenos Aires.

28/3/06 19:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ

Til hamingju með afmælið Snæbjörn,vonandi færðu góða steik í tilefni dagsins,
Þeir kunna liklega ekki að baka almenilegar tertur þarna úti er það ?
Kær kveðja
Tengdó og Kristinn stóri bróðir

28/3/06 22:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Svakalega gaman að lesa þetta! :)

Allt svo ævintýralega skemmtilegt þarna hjá ykkur ;)

Hafið það sem allra best :) Bíð spenntur eftir næstu færslu.. :)

29/3/06 13:42  
Blogger Una said...

Til hamingju með afmælið elsku Snæbjörn kall.

Ég veit ekki hvort ég hefði getað sofið í rútu fullri af pöddum, öhh.

29/3/06 23:46  
Anonymous Nafnlaus said...

hey sáuð þið ekkað af þessum sólmyrkva þarna sem sást víst sem almyrkvi í Brasilíu???

29/3/06 23:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl aftur.
Hvernig er það með ykkur eru þið komin og farin frá Buenos Aires. Við erum lent og erum á Gran Hotel á Suipacha 18 ef þið hafið áhuga á að fá ykkur einn keeeldan. Við verðum hérna til mánudags 3.apríl

Kær kveðja, dorimagg, Arna og Bjarni

http://5dk.valgeir.com/dorimagg

31/3/06 01:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Hrólfur: Nei vid sáum thví midur ekkert af thessum sólmyrkva, veit ekki hvort hann hafi nád hingad til Argentínu...

Dóri, Arna og Bjarni: Vid erum meira en til í thad:) vid erum bara handan vid hornid frá ykkur á Hótel Alcazar, Av. de Mayo. Vid reyndum ad senda ykkur póst af sídunni ykkar en hefur greinilega ekki komist til skila. Vid verdum hérna fram yfir helgi.

1/4/06 16:57  
Anonymous Nafnlaus said...

til lukku með brósa. Takk fyrir kortið það er gott að það sé gaman hjá ykkur....hér er bara kalt snjóaði síðast í dag 6 apríl kommon. Söknum þín líka úr bólinu oog þú veðrur bara að koma í heimsókn til dk....
Haðfu það gott Ingibjörg

6/4/06 18:04  

Skrifa ummæli

<< Home