fimmtudagur, febrúar 02, 2006

40 klukkustunda ferdalag

Jaeja, thá erum vid komin til Caracas í Venezuela. Sitjum inni á netkaffihúsi í Sabana Grande hverfinu, búin ad fá okkur léttan morgunverd, koma vid í hradbanka og borga fyrir thrjár naetur á hinu frábaera Hotel Cristal.

Ferdalagid frá Keflavík á hótelid okkar tók dálítid á, thótt thad hafi nú átt sína spretti. Vid lögdum af stad til Keflavíkur eldsnemma á thridjudagsmorgun eftir lítinn svefn (lesist:engan) og slatta af stressi. Gudni og Erla Björk skutludu okkur og var svo mikid í mun ad losna vid okkur ad thau létu ekki einu sinni umferdarskilti Hafnarfjardarbaejar stödva sig. Leifsstöd var tóm og eitt augnablik héldum vid ad fluginu hefdi verid seinkad en svo reyndist sem betur fer ekki vera. Thegar í vélina var komid slökknadi fljótlega á Elínu Lóu og Snaebjorn fór sömu leid skömmu sídar. Vid misstum tví af flugvélakrásum Icelandair og lentum glorhungrud í London klukkan 12 á hádegi.

Í höfudborg breska heimsveldisins kíktum vid á Oxford Street og á tímabili vorum vid nánast komin á tad ad breyta Sudur-Ameríkuferdinni okkar í fjögurra mánada verslunarferd til London. Vid fengum okkur svo pítsu í e-i hlidargötunni, kíktum í Eye of London og brunudum aftur á Heathrow til ad ná í farangurinn úr geymslu. Klukkan fjögur morguninn eftir (sváfum í klessu á bekkjum med faeturna ofan á farangrinum okkar) gátum vid loks skrád okkur inn í flugid til Lissabon. Vid flugum med flugvélinni „Eusebio“ í eigu portúgalska flugfélagsins TAP og sváfum (ad sjálfsögdu) alla leidina til Lissabon. Thadan flugum vid til Caracas, átta og hálfs tíma flug, sem virtist ekki vera nema svona fjórir tímar thar sem vid sváfum helminginn af fluginu. Ótrúlegt hvad svefn styttir tímann.

Sögur af Venezúela munu birtast innan skamms.

Elín Lóa og Snaebjorn

6 Comments:

Blogger Sigurjón said...

Æ, misstuð þið af flugvélamatnum? En leiðinlegt....
Ég hefði ekki þorað að fljúga með "Eusebio" frá TAP flugfélaginu. Það hljómar mjög illa.
Bíð spenntur eftir frekari fréttum.

2/2/06 17:39  
Blogger Mokki litli said...

Ég hef ekki fengið slæman flugvélamat í svona 5 ár.

3/2/06 13:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er bara svekkelsi að missa af flugvélamatnum sko. Alla vega finnst mér hann yfirleitt góður. En það er alla vega gott að flugfélagið TAP bar ekki nafn með rentu.

3/2/06 16:11  
Anonymous Nafnlaus said...

híhí velkomin til úglanda ;) hehe... skemmtið ykkur vel... sé ykkur fyrir mér á ströndinni í bikiní með bleikan kokteil :D hehe... á meðan sit ég hér í tölvunni og horfi á rigninguna úti ;)

3/2/06 18:48  
Anonymous Nafnlaus said...

hehe... ég klúðraði þessu hehehe... etta var elísabet ;)

3/2/06 18:49  
Blogger Sigurjón said...

Ég er greinilega svona kröfuharður neytandi.....

4/2/06 09:55  

Skrifa ummæli

<< Home