laugardagur, febrúar 11, 2006

Bitin og brunnin

Sudur-Ameríka hefur nú tegar markad okkur ansi sterkt. Allavega erum vid med bit út um allan líkamann og misskemmtilegalögud brunasár. Á einum tímapunkti fyrir ekki svo löngu taldist mér ad ég vaeri med um 14 stór bit vídsvegar um líkamann og um 30 lítil bit a hvoru handarbaki og 10 lítil á annarri stóru tánni. Snaebjorn hefur sloppid heldur betur med adeins 14 bit tar af tvö framan í sér.

Eftir ad vid hofdum kvatt vin okkar, samsaeriskenningamanninn, ákvádum vid ad best vaeri ad koma okkur adeins út fyrir baeinn og tókum thví metro í dýragardinn. Tess má geta ad metro-kerfid í Caracas er mjög gott og Snaebjörn var einstaklega hrifinn af tví. Tess má líka geta ad 10 skipta midi í öll hverfi kostadi adeins 3500 bólívara eda um 105 kr íslenskar. Í dýragardinum hittum vid allra thjóda kvikindi í mismunandi hornum gardsins. Í sudurameríska horninu sáum vid m.a. tapír, krókódíla og ýmsa fugla. Í tví afríska sáum vid eldgamla hrukkótta fíla sem virtust vera ad deyja úr leidindum tarna. Greyin. Tad skemmtilega vid tennan gard var mörg dýranna vöppudu bara um göngustíganna tar á medal voru túristaapar sem ad sjálfsögdu föngudu athygli okkar. Tessi litli api sem stód tarna á steinlagda veggnum fyrir framan okkur horfdi svo a okkur med hvolpaaugum (ég veit, api med hvolpaaugu....) og sérstaklega á vatnsflöskuna mína. Í tilraunaskyni rétti ég honum flöskuna og hélt ad myndi ekki valda henni, sem reyndist rétt... í fyrra skiptid, tví eftir ad ég hafdi tekid flöskuna upp eftir ad hann hafdi misst hana og rétt honum aftur tá stakk hann henni undir höndina og taut í burtu eftir veggnum og settist í dágóda fjarlaegd frá henni. Tar tókst honum einhvern veginn ad taka tappann af og hóf flöskuna á loft og drakk af stút. Merkilegur og fjölhaefur api tar á ferd.

Ferd okkar til eyjarinnar Margarítu var líka ansi vidburdarrík. Hún hófst á eins og hálfstíma leigubílaferd sem venjulega tekur 20 mín. Ástaeda allra tessar tafa var sú ad fólk hafdi komid allstadar ad frá Venezuela til ad taka tatt í göngu sem studningsmenn Hugo Chávez, forseta Venezuela, stódu fyrir. En 7 ár voru lidin tann 4 febrúar frá thví ad Chávez komst til valda. Tví hafdi mannfjöldi lokad öllum adalgötum borgarinnar og hélt ad forsetabústadnum til ad fagna forsetanum sínum. Leigubílstjórinn okkar var nú ekki par sáttur vid tetta allt saman, sérstaklega vegna tess ad hann var alls ekki einn af fylgismonnum Chávez. Sem daemi sagdi hann ad ef tetta vaeri mótmaelaganga einhverra annarra en fylgismanna Chávez vaeri fyrir löngu búid ad leysa tad upp til ad hleypa umferdinni áfram. Hann var heldur ekki sáttur vid ad Chávez skuli vera ad senda adstod til landa eins og Kúbu og Bólivíu og tók sem daemi ad madur sem á hús sem er ad hruni komid gerir fyrst vid húsid sitt ádur en hann hjálpar nágrannanum med sitt hús. Menn eru mjög heitir í stjórnmálum hérna í Venezuela enda ekki furda tar sem mikil spilling hefur rádid ríkjum hér sem og í ödrum löndum í Sudur-Ameríku. Daginn ádur en vid spjölludum vid leigubílstjórann höfdum vit hitt thjón sem var mikill studningsmadur Chávez og sagdi medal annars ad sonur sinn hefdi aldrei haft taekifaeri a ad fara í háskóla vegna skorts á peningum hefdi stjórn Chávez ekki sett á laggirnar ríkisrekna háskóla.

Löggan hér er ekki heldur sú besta í bransanum eins og kólumbísku leigubílstjórinn okkar kom okkur í skilning um. Ef löggan tekur tig vid ad ad drekka og keyra ta bara rettiru honum smá aura og teir hleypa ter í gegn. Hér er enginn hámarkshradi, eda t.e.a.s. enginn hradi sem fólk fer eftir og ef löggan skyldi af einhverjum ástaedum stoppa tig tá gildir bara sama reglan, tú mútar bara löggunni. Tví kom okkur ekkert sérstaklega á óvart ad 5 tíma rútuferdin okkar til Puerto la Cruz skyldi lengjast í 7 tíma. Á leidinni ókum vid fram hjá 4 slysum, tar af einu banaslysi tar sem ad tveir létu lífid.

Tessi rútuferd var mjög lík fyrri kynnum okkar af venezúlenskum rútuferdum, ís-jökul köld med reggeton, salsa og merengue í botni. Aetli lagid Daddy Gasolina hafi ekki verid spilad svona thrisvar sinnum. Úfff.... Seinni hluta ferdarinnar nutum vid svo ad horfa a Dodgeball á spaensku. Tessi rútuferd var eflaust einstaklega löng fyrir Snaebjorn tar sem ad á vissum tímapunkti var hann á barmi tess ad pissa í vatnsflösku sem vid vorum med, svo mikid var honum mál. Tad er svona tegar madur thambar 1 og hálfan líter af vatni ádur en madur stígur upp í rútu med biludu klósetti. Vid komumst hins vegar ad tví rétt ádur en flaskan var tekin í notkun ad adeins 20 mínútur vaeru í tad ad vid stoppudum tannig ad Snaebjorn greyid gat haldid í ser.

Í Puerto la Cruz gistum vid á tví ógedslegasta hóteli sem vid höfum stigid inná. Tad var allt fullt á hótelunum í kring og tví lítid annad í bodi. Tegar vid stigum inn í herbergid virtist tad vera allt í lagi en tegar betur var ad gád var tetta alls ekki kraesilegt. Hurdin inn á badherbergid var brotin og hálf skökk. Sturtuhausinn var hálfmygladur og sturtugólfid (sem var allt badgólfid) fullt af dökkum hárum. Sturtan var aldrei notud af okkur tessa nótt sem vid gistum tarna. Nidurfallid var fullt af allskonar ógedi sem vid vildum ekki skoda nánar en Snaebjorn tók mynd af tví sem tid getid sed tegar vid komumst á almennilegt netkaffi til ad hlada inn myndum. Klósettid var ekki bodlegt, tví var stadid ekki sest ef notkun tess var naudsynleg. Skáparnir tarna voru ekki einu sinni opnadir, vid vorum hraedd um ad finna eitthvad enn ógedslegra. Um nóttina skridum vid inn í saengurverin sem vid hofdum komid med okkur fra Íslandi og tau hífd upp yfir haus thví ekki vildum vid sofa í tessum lökum sem okkur var bodid upp tar sem álíka mörg hár voru tar og á sturtubotninum. Tess ma geta ad tessa nott fekk Snaebjorn einmitt andlitsbitin sín og ég handarbakarbitin 60.

Mig langadi líka ad benda ykkur a nýja taekid herna á sídunni sem heitir Blog-a-rithm, tar sem tid getid fengid sendan póst tegar ný faersla birtist. Mörg ykkar hafa eflaust tegar tekid eftir tessu en tid hin vitid af tessu tar sem ad vefbókarfaerslur okkar eru ekki mjog reglulegar.

Nú er ferdinni heitid til meginlandsins og naesta stopp er baerinn Cumaná. Sídustu 6 daga hofum vid hinsvegar notid sólarinnar hér á karabísku eyjunni Margarítu og fundum okkar hótel á ströndinni tannig ad tegar vid opnum svalarhurdina okkar blasir vid okkur strondin og karabíska hafid. Sólin hefur bakad okkur, kannski einum of, tar sem bakpokinn situr ekki eins taegilega a oxlununum og hann gerdi.Tid skulud samt ekkert buast vid okkur solarlandabrunum heim tar sem ad vid erum enn hvítari en sandurinn á ströndinni fyrir framan hótelid okkar. En ég er allavega komin med lit... raudan tad er ad segja.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ahahahahahahahahahahahahaha. ég hef fátt annað að segja og ég er ekkert að vorkenna ykkur með bitin og brunan. Þetta hafiði fyrir að flýja klakann okkar góða.

11/2/06 19:58  
Anonymous Nafnlaus said...

Ævintýrin eru ekki skemmtileg ef að ekkert krassandi gerist. Þið standið ykkur vel, sundurbitin og sólbrunnin ;)

12/2/06 12:46  
Blogger Sigurjón said...

Ofboðslega hittið þið mikið af skemmtilegu fólki. Hræðilegt þetta með lögregluna samt...
Ég samhryggist vegna bruna og bita, en "erfið er vor rulla í þessu jarðlífi, ýmist er það drulla eða harðlífi."

12/2/06 16:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að þessu.

Hlakka til þess að sjá mynd af apanum fjölhæfa (en mun minna til þess að sjá myndir af niðurföllum og öðru ógeði).

Bestu kveðjur,
Sverrir

13/2/06 07:03  

Skrifa ummæli

<< Home