föstudagur, febrúar 03, 2006

Caracas

Já, thad er hálf ótrúlegt ad vera loksins komin hinum megin á hnottinn, eftir ad hafa planad og hugsad um tessa ferd í taepa 9 mánudi. En vid erum vist lent í Caracas, Venezuela, borg sem virdist í fyrstu sýn vera einn stór gotumarkadur. Ferd okkar her í Venezuela byrjadi agaetlega tegar vid hofdum lokid af allri skriffinnskunni sem turfti til ad komast inn i landid. Tegar vid gengum loksins ut af tollinum greip okkur madur sem vildi endilega halda a toskunni minni en leyfdi Snaebirni ad halda a sinni. Hann taladi med eindaemum hratt og tar sem ad spaenska min er enn soldid rydgud nadi eg rett svo helmingnum. Hann spurdi hvert vid aetludum ad fara og hvort vid tyrftum ekki ad fara i banka. Vid vorum ordin pinu smeyk tar sem ad vid hofdum ekki hugmynd um hver tessi madur vaeri og monudum okkur loksins til ad spyrja hver hann vaeri. Hann sagdist heita Esteban og syndi okkur skilriki um tad ad hann ynni a flugvellinum, hlo mikid yfir tvi ad vid treystum honum ekki. Hann let okkur skipta peningum hja einhverri konu sem gaf okkur betra gengi en var a dollarnum vs. bolívaranum og henti okkur svo upp i orugga rutu sem var fra flugvellinum.

Ta tok vid 2 klst rutuferd upp og nidur fjallgarda til Caracas. Tessi ferd tekur yfirleitt taepan klukkutima en ein af adal brúnum var annadhvort hrunin eda ordin of haettuleg til ad aka yfir, vid fengum tad aldrei alveg a hreint. I teirri rutuferd komumst vid ad tvi ad Lonely Planet bókin, biblían okkar, hafdi rett fyrir ser í sambandi vid rútur Venezuela sem og odru. Rutan var eins og frystikista, svo mikil var loftkaelingin. Halfa leidina frusu allir fartegar hennar ur kulda tangad til ad einn hraustur Venezuela-búi stod upp og bad bilstjorann ad slokkva a kaelingunni. Tad la vid ad tad vaeri klappad fyrir honum svo mikil var gledi fartega.

Rutuferdin endadi a sjúskadri rutustod tar sem vid fundum elsta og mest kúl leigubíl í heimi. Hrólfur, ég spurdi meira segja bílstjórann um nafnid fyrir tig. Bíllinn hét Chevrolet Malibu og hann var brunn a lit og orugglega fra tvi um 70. Jaeja hann for med okkur a hoteli Hotel Cristal tar sem vid hofum verid i agaetis yfirlaeti sidan. Rydgada spaenskan min olli tvi hins vegar ad tegar eg aetladi ad spyrja um verd a herberginu ta spurdi eg hversu marga Bólivíu-búa herbergid kostadi i stadinn fyrir Bólivares sem er gjaldmidillinn her.

Vid haettum okkur svo ut ad borda tott ad tad vaeri ordid dimmt og ad mottokustjorinn a hotelinu okkar hafi varad okkur vid ad fara langt. Mannlifid her er otrulega skemmtilegt og allt idandi af lifi.

I gaer roltum vid um midbaeinn og settumst a mitt torg Bólivars (í Venezuela virdast samt oll torg heita plaza Bólivar) og fylgdumst med fólkinu. Strax um morguninn var madur sem baud Snaebirni klippingu, hann afthakkadi. Vid slaeptumst svo um baeinn og kíktum safn og drukkum eins mikid af mismunandi avaxtasofum og vid gatum. Teir eru faranlega godir herna.

Lonely Planet sagdi okkur svo i dag ad fara upp i turn sem gnaefir yfir alla borgina og tar gaetum vid sed hana i alli sinni dyrd. Tegar vid komum tangad var okkur sagt ad turninn sjalfur hefdi verid lokadur i ar vegna oryggisastaedna. Tegar vid svo komum ut fra skrifstofunni gekk upp ad okkur madur i allt of storum jakka. Taladi hratt og ekkert mjog skýrt. Hann sagdi okkur samt ad tetta vaeri algjort rugl, tessi turn hefdi ekki verid opin tessi 20 ar sem hann hefdi starfad tar og myndi aldrei vera opnadur. Hann sagdi okkur lika ad Caracas vaeri storhaettuleg borg og syndi okkur mittistoskuna sina sem hann hafdi falid undir allt of stóra jakkanum sínum. Hann sagdi okkur ad passa okkur vel, sérstaklega vegna tess hversu hvit og ljoshaerd vid vaerum. Maelti svo med ad vid kaemum okkur sem fyrst ur tessu hverfi. Okkur leid eins og vid vaerum ad tala vid mesta samsaeriskenningamann Venezuela tvi hann helt afram ad tala um stjornvold og hvernig folk vaeri mjog heitt um tessi mal. Hann kvaddi okkur svo med tvi ad retta okkur nafnspjaldid sitt tar sem hann skrifadi simanumerid sitt og sagdi okkur ad hringja i sig ef vid lentum i einhverjum vandraedum. Bad svo ad heilsa Reykjavik og for.

Vid holdum ut a Isla Margarita a morgun, eyja í karabíska hafinu tar sem vid aetlum ad dvelja i nokkra daga. En tetta er vist ordid allt of langt og kominn timi til ad smakka nyjan avaxasafa:)

11 Comments:

Blogger Sigurjón said...

Vá! Kannski lendið þið í einhverju svaka spennandi samsæri!
Það er greinilega haft auga með ykkur og passað að þið farið ykkur ekki að voða, sbr. manninn á flugvellinum og "samsæriskallinn".

4/2/06 10:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þakka kærlega tillitssemina að spyrja um bíltegundir. Þess má einmitt til gamans geta að Summi frændi er búinn að eiga 2 eða 3 Chevy Malibu, alla ´79 módel. En með þennan flugvallarstarfsmann þá held ég að hann hafi bara verið einum of æstur í starfsmann mánaðarins. Hvernig væri svo að prófa að hringja í þennan samsærisgaur og fá hann til að gera byltingu með ykkur og þið verðið svona Che Guevara Venezuela. Annars bið ég bara að heilsa og sorrý langt komment. ;P

4/2/06 11:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið munið bara að passa upp á hvort annað og njóta lífsins, á meðan við, sótsvartur almúginn vinnum hinn dæmigerða vinnudag

4/2/06 18:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Ekki gleyma því samt að það er örugglega margt að sjá sem er ekki í "biblíunni"!

4/2/06 19:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Biblan byrjar ekki vel :( Ég er sammála Erlu Björk, ekki fara algjörlega eftir bókinni því mig grunar að hún eigi eftir að leiða ykkur á villigötur! Annars brosti ég þegar ég las að Snæbjörn hefði afþakkað klippingu! Snilld ;P

5/2/06 22:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Bið að heilsa Lunda ;)

5/2/06 23:00  
Anonymous Nafnlaus said...

magnað!! ég væri maður í að hanga með þessum samsæris gaur, góður á því:) .. ég verð að drulla mér svo að skoða heiminn, fór síðast til new york þegar ég var 12 ára? what's up with that!! gangi ykkur vel;)

6/2/06 08:09  
Blogger Sigurjón said...

Já, bíddur var Snæbjörn ekki nýkominn úr klippingu þegar þið fóruð út :)

6/2/06 16:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Hehe.. ekkert smá skemmtilegt að lesa þetta! :)

Vona að þú hafir það æðislegt á Isla Margarita.. og bíð spenntur eftir næstu færslu :)

8/2/06 00:58  
Anonymous Nafnlaus said...

gaman gaman hjá ykkur...´fariði varlega lömbin mín og svo fer nú að líða að nýjum fréttum er það ekki
Kveðja Ingibjörg

8/2/06 11:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Mjog skemmtileg ferdasaga hja ykkur. Vona ad allt gangi ad oskum.
Kvedja, Sverrir

11/2/06 11:39  

Skrifa ummæli

<< Home