mánudagur, mars 13, 2006


Gleðifréttir

Já, þann 9. mars klukkan 13:35 fæddist lítill drengur, 19 merkur og 54 cm. Það væru nú kannski ekki merkilegar fréttir ef þetta væri ekki hann litli bróðir minn og er þar með þriðja systkinið sem ég eignast. Að sjálfsögðu er hann afbragð annarra barna og með eindæmum myndarlegur. Já, ef hann er ekki bara sætasta barn í heimi.

Það er hálf skrýtið að vera í allt öðrum heimshluta þegar svona sætt barn fæðist í hinum hlutanum. Smá vottur af heimþrá hreiðraði um sig þegar ég heyrði fréttirnar. Hann verður sem sagt tæplega 4 mánaða þegar ég kem heim. Snæbjörn fær að sjá „litla mág“ sinn mánuði á undan mér. En ætli hann verði ekki jafn sætur þegar ég kem heim... ;)

Viðbót 15/3 06 kl. 15:56 : Ég stóðst ekki mátið og setti því mynd af brósa hérna inn. Eins og sjá má er hann eign þvottahúss spítalanna.

15 Comments:

Blogger Anna said...

Til hamingju med litla bródur:) Hann verdur pottthétt jafn sætur thegar thú kemur heim. Og ég er viss um ad hann saknar stóru systur!

13/3/06 11:44  
Blogger Ásdís Eir said...

Til hamingju!!! :)

13/3/06 13:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Iss, þú nærð honum ákúrat á skemmtilegasta aldrinum! Veistu hvað er marg að gerast þarna! -Stoniebonie

13/3/06 14:00  
Blogger Sigurjón said...

Til hamingju með það.

19! Stór strákur.

13/3/06 16:48  
Blogger Sigurjón said...

Til hamingju með það.

19! Stór strákur.

13/3/06 16:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með litla bróður. :)

14/3/06 23:22  
Anonymous Nafnlaus said...

híhí til hamingju sæta ;)

15/3/06 00:00  
Anonymous Nafnlaus said...

híhí til hamingju sæta ;)

15/3/06 00:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Ahhhh!!! Hann er ekkert smá sætur!! (eins og hann á kyn til;)) -Steinunn

16/3/06 11:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona að foreldrar þínir hafi mátt taka hann heim þó krílið væri merkt bak og fyrir sem eign þvottahúsanna! Úff, annað væri hallæri....

Til hamingju með krílið. Hann er með greinilegan ættarsvip, þennan krúttlega sko. Þú verður að passa hann þegar hann verður stór fyrir áganginum af öllum stelpunum. ....Eða kannski þú þurfir bara að byrja núna ;)

19/3/06 12:30  
Anonymous Nafnlaus said...

innilega til hamingju með littla kallinn

19/3/06 19:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með litla bróa!

Hann er ekkert smá sætur.. alveg eins og stóra systir sín! ;)

19/3/06 20:46  
Anonymous Nafnlaus said...

hann er svo mikið krútt! Innilega til hamingju með litla bróður og litla mág hehe

19/3/06 20:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku dúllan mín!
Innilega til hamingju með litla bróður. Farðu vel með þig í sólinni...
kveðjur úr frostinu í Köben

20/3/06 22:05  
Blogger Erna Blöndal said...

Til hamingju með hann! Hann er algjört æði!

Knús,
Erna

28/3/06 13:29  

Skrifa ummæli

<< Home