þriðjudagur, maí 09, 2006

Á leid til Machu Picchu

Bara til ad láta vita af okkur thá erum vid sem stendur stödd í borginni Cuzco í Perú og á morgun verda inkarústirnar Macchu Picchu heimsóttar. Svo er stefnan sett á Bólivíu. Cuzco er í um 3400 m haed og thví mikil haetta á haedarveiki. Vid höfum hins vegar alveg sloppid vid thad vesen thó ad vid séum frekar andstutt eftir ad hafa labbad upp eina litla brekku. Bakpokarnir virka líka ennthá thyngri en their eru. En thad er víst bara edlilegt.

Lengra verdur thetta ekki, enda bara lítill póstur til ad láta ykkur vita ad vid erum á lífi. Og thad gódu lífi.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið rústið þessari hæð til að komast að rústunum ;P

9/5/06 19:02  
Blogger Sigurjón said...

Já hvað eruð þið í einhverjum vandræðum með þetta smáræði? Meðan svona litlir Indíánar hlaupa þetta eins og ekkert sé?!

Nei bara að grínast. Gangi ykkur vel.

9/5/06 19:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að heyra að þið hafið sloppið við háfjallaveikina. Hún er ekki skemmtileg.

10/5/06 15:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Elín mín. Mikið var ótrúlega gaman að lesa færsluna þína á 6.R blogginu. Haldið áfram að njóta lífsins í botn og ég hlakka til að sjá þig í sumar.
Bið að heilsa kallinum þínum :)

10/5/06 20:33  
Blogger Una said...

Hey litla stelpan sem við Önni styrkjum býr einmitt í SOS þorpi í Cuzco. Þið kannski svipist um eftir henni, hún er lítil og sæt með tíkarspena.

10/5/06 20:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull nett öfunda ég ykkur að nenna og tíma því að fara í svona ferð! Þótt próf séu djöflinum líkari þá held ég að skipulagning svona ferðar sé meira en að segja það og það er nákvæmlega það sem öfunda ykkur að nenna!

Skemmtið ykkur vel! Það er mjög gaman að lesa þetta svona inn á milli glósupakkana :)

12/5/06 12:36  
Blogger This is all you have to know said...

Vá hvað ég væri til í að fara til Machu Picchu!! Ohhhhh....

Hafið það gott og skemmtilegt og... Machu Picchu!!

13/5/06 12:42  

Skrifa ummæli

<< Home