fimmtudagur, maí 25, 2006

Fyrirheitna landið

Nú eru þó nokkrir dagar síðan við komum til Ecuador. Ótrúlegt að þessari ferð okkar sé að ljúka. Nú er aðeins vika í að Snabbi haldi heim á Frón og rétt rúmar 5 vikur í að ég komi. Undanfarna daga höfum við látið fara vel um okkur hérna í Guayaquil sem er stærsta borgin hér í Ecuador. Ferð okkar um þetta „heimaland“ mitt hófst með dvöl í suðurhluta landsins í borg sem heitir Loja. Loja er án efa ein af hreinustu borgum Suður-Ameríku. Þar er fólk sektað fyrir að fleygja rusli á götuna og þar flokka allir rusl. Til að auðvelda bæjarbúum flokkunina keyra ruslabílar um og spila lög til að aðgreina hvaða rusl fólk eigi nú að koma með út. T.d. er ákveðið lag fyrir lífrænan úrgang, annað fyrir endanvinnanlegt og svo framvegis. Allt þetta skilar sér í ótrúlega hreinni borg.

Frá Loja fórum við til bæjar sem heitir Vilcabamba sem er þekktur fyrir langlífi. Einstaklega margir bæjarbúar ná þeim merka áfanga að verða eldri en 100 ára. Sumir segja að vatninu sé að þakka, aðrir benda á loftslagið og rólegheitin sem einkenna þennan bæ. Hvað sem það er þá leið manni voðalega vel þarna. Ekki skrýtið að margur ferðalangurinn hafi orðið eftir og opnað nuddstofu eða hestaleigu.

Nú nálgumst við óðfluga heimaborg mína hér í Ecuador, höfuðborgina Quito. Við verðum komin þangað á sunnudaginn. Það er ekki laust við að ég sé með fiðring í maganum, ég hlakka bæði mikið til en kvíði líka fyrir að hitta alla aftur. Það er ósköp skrýtið að vera komin aftur en um leið eitthvað sem ég hef lengi beðið eftir.

Mynd: Machu Picchu þann 10. maí klukkan 9 um morgun.

13 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mann er bara farið að hlakka til að sjá ykkur aftur á klakanum ;P

26/5/06 01:07  
Blogger Sigurjón said...

Vá þetta er svolítið eins og að lesa barnaævintýri. Ruslabílar sem spila tónlist og þorp þar sem allir verða rosalega gamlir.

Enjæja, Góða skemmtun síðustu dagana.

27/5/06 16:59  
Blogger Anna said...

Mig langar svo að sjá Machu Picchu! Eitt af lífstakmörkunum, klárlega. En furðulegt að það sé farið að styttast svona hjá ykkur. Þetta þýðir að Elín Lóa, þú kemur heim um viku á undan mér. Held ég sé sú síðasta á klakann. Jii, hvað það verður nú gaman að hitta ykkur í sumar! Njótið nú afgangsins í botn.

29/5/06 20:36  
Blogger Erna Blöndal said...

Til hamingju með afmælið Elín Lóa mín! Vonandi verður afmælisdagurinn góður og ævintýralegur. :)

Skemmtið ykkur vel þann tíma sem eftir er og ég hlakka svo til að sjá ykkur í sumar!

kv. Erna

30/5/06 14:23  
Blogger This is all you have to know said...

Til lukku með daginn mín kæra :)
vúhú

30/5/06 15:24  
Blogger Sigurjón said...

Til hamingju með afmælið!

30/5/06 15:30  
Blogger Anna said...

Til hamingju með daginn í gær Elín Lóa!

31/5/06 07:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með afmælið í gær Elín Lóa mín :)

31/5/06 17:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju skvís (þ.e með að vera orðin 22 og eins dags ;)

31/5/06 19:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Frænka, gaman að fylgjast með þér þarna, mig dreymir um að fara svona ferðalag...;)

langaði bara segja hæ

kveðja
Rut nágranni :Þ

2/6/06 21:32  
Anonymous Nafnlaus said...

æj þú bræddir gjörsamlega hjartað mitt með þessu póstkorti :o)..og jú ég er til í eitthvað skemmtilegt í sumar.. kanski við kíkjum bara á Vestfirðina á einhverja tónleika þar??? ;)

6/6/06 13:41  
Blogger Einar Steinn said...

Úff, hvað mig dauðlagar að koma til Machu Picchu. Heillandi mynd.
Mig langar raunar líka í ljóðabókina "Hæðir Maccu Picchu" (minnir að hún heiti það) eftir Pablo Neruda.

18/8/06 17:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

2/3/07 13:08  

Skrifa ummæli

<< Home