fimmtudagur, júní 08, 2006

4 frábærir mánuðir

Þetta hafa verið frábærir fjórir mánuðir á flakki og við Snæbjörn erum barasta hið ágætasta teymi. Hann með sína ótrúlegu ratvísi og hæfni í kortalestri og ég með mitt spænskubabl. Það er svolítið skrýtið að vera ein eftir í mánuð hérna í Suður-Ameríkunni eftir að hafa eytt 4 mánuðum með einhverjum en Snæbjörn fór sem sagt heim í síðustu viku. Ég er væntanleg á klakann þann 1.júlí. Þetta er búin að vera æðisleg ferð en ég veit ekki hvort ég lendi í eins miklum ævintýrum ein þar sem ég ætla mér að eyða sem mestum tímanum hérna í Quito með skiptinemafjölskyldu og vinum. Þið fáið sem sagt kannski frekar bloggfærslur um menningu og siði hérna í Ecuador heldur en risakóngulóa-sögur.


Við komum hingað til Quito sunnudaginn 28.maí og tekið var á móti okkur með því að skála í kampavíni. Það var ósköp skrýtið að koma aftur í húsið sem ég bjó í fyrir 4 árum en á sama tíma ótrúlega gaman. Núna þegar ég er búin að venjast því líður mér hálft í hvoru eins og ég hafi aldrei farið. Afmælisdagurinn 30. maí var frekar rólegur, byrjuðum á því að fara upp í 4100 m hæð með kláf til að dást að borginni sem teygir sig út í allar áttir og um kvöldið var borðuð kaka og andlitinu mínu dýft ofaní hana eins og siður er hér í landi. Hún var að engu að síður borðuð með bestu lyst. Mig langar að þakka öllum sem sendu mér kveðju, mér þótti ósköp vænt um að heyra í ykkur.

Ég ætla mér nú samt að reyna að halda þessu bloggi eitthvað áfram á lífi þótt ég sé bara ein eftir og þótt færslurnar verði kannski með öðru sniði. Það verður bara ágætis tilbreyting.


Myndir teknar á kjötkvedjuhátíðinni í Río de Janeiro.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hey takk fyrir kortið og til hamingju með afmælið :)
Hlakka til að hitta þig í vinnunni í sumar.

8/6/06 20:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Hey takk fyrir kortið og til hamingju með afmælið :)
Hlakka til að hitta þig í vinnunni í sumar.

Kv. Berglind Rut

8/6/06 20:27  
Anonymous Nafnlaus said...

Sagði einhver Wallace & Gromit??? Takk kærlega fyrir kortið og auðvitað hammó með ammó...

9/6/06 03:00  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessar myndir eru ekkert smá skondar! Me like them :)
Var þetta þú sem sendir mér sms?

9/6/06 09:06  
Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Elín Lóa. Sendi þér kveðju frá vinnuskólacrúinu, hlökkum til að sjá þig 3 júlí.

9/6/06 09:43  
Anonymous Nafnlaus said...

Bið að heilsa Ecuador... ég trúi því varla að þú sért bráðum að koma heim :) finnst eins og þú hafir farið í gær :)

12/6/06 13:18  
Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

1/3/07 07:31  

Skrifa ummæli

<< Home