Á slóð Pablo Neruda
Síðustu dagar hafa verið ansi pakkaðir. Við „lentum“ í Santiago um 10 leytið um morguninn eftir að hafa eytt nóttinni í rútu frá Puerto Montt. Við drifum okkur strax út til að skoða borginna og fyrsta stoppustöð var hús chilenska ljóðskáldsins Pablo Neruda. Þetta er eitt af þremur húsum sem hann átti í Chile, en hann hannaði tvö þeirra að mestu leyti sjálfur. Húsið í Santiago er nefnt La chascona, sem þýðir ógreidd kona eða eitthvað í þá áttina en Pablo kallaði ástkonu sínu og síðar eiginkonu, Matilde Urrutia, la chascona. Húsið er á þremur pöllum, þ.e.a.s. stigar liggja utandyra milli þriggja bygginga sem mynda í heild sinni hús Neruda. Hver bygging hefur sitt nafn, sú á neðsta pallinum fékk heitið maginn, þar hélt hann veislur sem entust oft í marga daga. Á miðpallinum var sú bygging sem hann nefndi hjartað, en þar var svefnherbergi hans sem og stofa. Á efsta pallinum var svo heilinn, þar sem bókasafn hans og skrifstofa var. Pablo Neruda var alltaf heillaður af öllu sem tengist sjónum og það sést vel í þessu húsi sem er byggt líkt og skip að mörgu leiti. Loftin eru rúnuð og í loftinu hanga ljósker sem hann keypti úr skipum. Í „maganum“ er líka bar sem hann keypti úr e-u gömlu skipi. Áður fyrr runnu ár framhjá húsinu og fram hjá borðstofugluggunum þar sem hann hélt veislur og það olli því að fólki leið eins það væri að snæða á hafi úti.
Santiago er mjög evrópsk borg í útliti og mjög gaman að rölta um göturnar. Til að sjá borgina í öllu sínu veldi ákváðum við að taka sporvagn upp á hæð sem kallast Cerro San Cristóbal. Efst á hæðinni trónir svo María Mey, ekki eins tilkomumikil og Kristur í Ríó en engu að síður falleg stytta. Þaðan tókum við aftur niður kláfa sem kallast á spænsku „teléferico“. En þeir fara um 2000 metra leið niður/upp þessa hæð.
Daginn eftir ákváðum við svo að skilja stóru töskurnar okkar eftir á hostelinu og taka bara með okkur litlu bakpokana okkar. En sá munur að vera bara með svona lítinn bakpoka, í næstu ferð verður farangurinn minnkaður um helming, ef ekki meira! Við héldum áfram með Pablo Neruda þemað okkar og stoppuðum við hús hans í litla bænum Isla Negra sem hefur ótrúlega fallegt útsýni yfir sjóinn. Og svo hratt sé farið yfir sögu héldum við þaðan yfir til Valparaíso þar sem við kíktum svo á þriðja og síðasta húsið í þessari þemagöngu okkar um Chile.
Valparaísó er mjög skemmtilega byggð borg, hún er að miklu leyti byggð á hæðum og til að auðvelda fólki aðgang að hæðunum voru byggðar lyftur, eins konar sporvagnar, til að komast upp. Það er mjög auðvelt að villast í hæðunum þar sem að mikið er um ranghala og göngustíga inn á milli þröngra gatnanna. Þar er svokallað safn undir beru lofti, en svo virðist sem listamönnum hafi verið úthlutaðir veggir í einu hverfinu og það lífgar óneitanlega mikið upp á allt saman. Um kvöldið, daginn sem við komum til Valparaíso, lá þoka yfir bænum. Það var því ótrúlega draugalegt að klífa hæðina, inn á milli allra þessara þröngu gatna og sjá bara rétt fram yfir næsta götuhorn. Þegar þoka liggur yfir verður allt óhjákvæmilega þögulla, dularfyllra. Allt í einu birtist kona í inniskóm og náttbuxum og spurði okkur hvort við gætum lánaði henni svo sem einn pening því hún þyrfti nauðsynlega að hringja. Við réttum henni smá pening og hún útskýrði fyrir okkur að hún væri frá Santiago og hefði misst af einhverju fólki sem hún ætlaði með aftur þangað. Einnig sagði hún að þeir 400 pesoar sem hún hefði komið með væru búnir en að það hefði verið aleiga hennar í þessari ferð. Þetta var ótrúlega undarlegt allt saman en hún talaði eitthvað um að hafa verið á „Bed and Breakfast“ hér í Valparaiso. Hún var mjög kurteis og þakkaði fyrir sig, tók svo stutt en mjög hröð skref og hvarf inn í þokuna.
Þegar við vöknuðum morguninn eftir var glampandi sól og því skemmtilegt að sjá þetta hverfi í annarri birtu. Við skoðuðum okkur bara um, röltum og villtumst um hæðirnar og settumst á kaffihús hér og þar og nutum þess að fylgjast með mannlífinu. Röltum svo út á höfn og sáum nokkur sæljón sleikja sólina á baugju rétt fyrir utan. Já lífið er afskapleg ljúft um þessar mundir.
Þegar við komum svo aftur frá Valparaíso beið mín e-mail frá Fernöndu nokkurri Ortiz en ég hafði skrifað henni e-mail nokkrum dögum áður í von um að geta hitt hana í Santiago. Fernanda er sem sagði fóstursystir mín, ef það er hægt að segja það. Þegar ég var skiptinemi í Ecuador þá bjó hún heima hjá fjölskyldu minni. Ég bjó reyndar ekki hjá fjölskyldu hennar út í Ecuador en ég kynntist þeim engu að síður ágætlega. Það var því ótrúlega gaman að hitta hana aftur, þótt að ég hafi bara kynnst henni í tæpan mánuð á meðan við vorum staddar í sama landi. Hún er hér í Santiago að læra arkitektúr við Universidad Catolica de Chile. Snæbjörn og Fernanda þekktust líka en þau voru saman í 4.A í MR. Þannig að kvöldið sem við komum frá Valparaíso stukkum við nánast strax út á næsta kaffihús til að hitta Fernöndu þar sem við spjölluðum alveg langt fram á nótt. Þegar við spurðum hana hvers hún saknaði frá Íslands var maturinn hjá mömmu efstur á lista, og svo íslenska nammið, þá sérstaklega piparpúkar og lakkrís, og skyr. Áður en við fórum af kaffihúsinu bauð hún okkur að gista hjá sér næstu
Við eyddum því deginum þar á eftir í rölt um alla Santiago, fengum meðal annars að skoða háskólann hennar, skoðuðum aðal torgin, fórum á tvö söfn og horfðum svo á sólsetrið yfir Santiago frá hæð sem heitir Cerro Santo Lucia. Um kvöldið elduðum við súrsætan kjúkling, drukkum rauðvín með og spjölluðum um alla heima og geima. Já það var ótrúlega gaman að hitta hana Fernöndu aftur.
Nú erum við hins vegar komin til Mendoza í Argentínu og búin að gista eina nótt og eigum tvær eftir. Þaðan er förinni svo haldið áfram, erum að útbúa plan fyrir restina af ferðinni, en eftir að hafa slakað svona vel á í fyrri hluta ferðarinnar verðum við að halda ansi vel á spöðunum þennan síðasta mánuð. Við ætlum samt allavega að reyna að skoða svo sem eina vínekru meðan við erum hérna í Mendoza.
Svona í lokin langar mig að óska ykkur öllum góðs gengis í komandi prófum. Við hugsum til ykkar. ;)
Es. Hér til hliðar hefur bæst við gestabók og nýjar myndir frá Santiago, en bara frá 22. apríl. Endilega kvittið í bókina ;)
Síðustu dagar hafa verið ansi pakkaðir. Við „lentum“ í Santiago um 10 leytið um morguninn eftir að hafa eytt nóttinni í rútu frá Puerto Montt. Við drifum okkur strax út til að skoða borginna og fyrsta stoppustöð var hús chilenska ljóðskáldsins Pablo Neruda. Þetta er eitt af þremur húsum sem hann átti í Chile, en hann hannaði tvö þeirra að mestu leyti sjálfur. Húsið í Santiago er nefnt La chascona, sem þýðir ógreidd kona eða eitthvað í þá áttina en Pablo kallaði ástkonu sínu og síðar eiginkonu, Matilde Urrutia, la chascona. Húsið er á þremur pöllum, þ.e.a.s. stigar liggja utandyra milli þriggja bygginga sem mynda í heild sinni hús Neruda. Hver bygging hefur sitt nafn, sú á neðsta pallinum fékk heitið maginn, þar hélt hann veislur sem entust oft í marga daga. Á miðpallinum var sú bygging sem hann nefndi hjartað, en þar var svefnherbergi hans sem og stofa. Á efsta pallinum var svo heilinn, þar sem bókasafn hans og skrifstofa var. Pablo Neruda var alltaf heillaður af öllu sem tengist sjónum og það sést vel í þessu húsi sem er byggt líkt og skip að mörgu leiti. Loftin eru rúnuð og í loftinu hanga ljósker sem hann keypti úr skipum. Í „maganum“ er líka bar sem hann keypti úr e-u gömlu skipi. Áður fyrr runnu ár framhjá húsinu og fram hjá borðstofugluggunum þar sem hann hélt veislur og það olli því að fólki leið eins það væri að snæða á hafi úti.
Santiago er mjög evrópsk borg í útliti og mjög gaman að rölta um göturnar. Til að sjá borgina í öllu sínu veldi ákváðum við að taka sporvagn upp á hæð sem kallast Cerro San Cristóbal. Efst á hæðinni trónir svo María Mey, ekki eins tilkomumikil og Kristur í Ríó en engu að síður falleg stytta. Þaðan tókum við aftur niður kláfa sem kallast á spænsku „teléferico“. En þeir fara um 2000 metra leið niður/upp þessa hæð.
Daginn eftir ákváðum við svo að skilja stóru töskurnar okkar eftir á hostelinu og taka bara með okkur litlu bakpokana okkar. En sá munur að vera bara með svona lítinn bakpoka, í næstu ferð verður farangurinn minnkaður um helming, ef ekki meira! Við héldum áfram með Pablo Neruda þemað okkar og stoppuðum við hús hans í litla bænum Isla Negra sem hefur ótrúlega fallegt útsýni yfir sjóinn. Og svo hratt sé farið yfir sögu héldum við þaðan yfir til Valparaíso þar sem við kíktum svo á þriðja og síðasta húsið í þessari þemagöngu okkar um Chile.
Valparaísó er mjög skemmtilega byggð borg, hún er að miklu leyti byggð á hæðum og til að auðvelda fólki aðgang að hæðunum voru byggðar lyftur, eins konar sporvagnar, til að komast upp. Það er mjög auðvelt að villast í hæðunum þar sem að mikið er um ranghala og göngustíga inn á milli þröngra gatnanna. Þar er svokallað safn undir beru lofti, en svo virðist sem listamönnum hafi verið úthlutaðir veggir í einu hverfinu og það lífgar óneitanlega mikið upp á allt saman. Um kvöldið, daginn sem við komum til Valparaíso, lá þoka yfir bænum. Það var því ótrúlega draugalegt að klífa hæðina, inn á milli allra þessara þröngu gatna og sjá bara rétt fram yfir næsta götuhorn. Þegar þoka liggur yfir verður allt óhjákvæmilega þögulla, dularfyllra. Allt í einu birtist kona í inniskóm og náttbuxum og spurði okkur hvort við gætum lánaði henni svo sem einn pening því hún þyrfti nauðsynlega að hringja. Við réttum henni smá pening og hún útskýrði fyrir okkur að hún væri frá Santiago og hefði misst af einhverju fólki sem hún ætlaði með aftur þangað. Einnig sagði hún að þeir 400 pesoar sem hún hefði komið með væru búnir en að það hefði verið aleiga hennar í þessari ferð. Þetta var ótrúlega undarlegt allt saman en hún talaði eitthvað um að hafa verið á „Bed and Breakfast“ hér í Valparaiso. Hún var mjög kurteis og þakkaði fyrir sig, tók svo stutt en mjög hröð skref og hvarf inn í þokuna.
Þegar við vöknuðum morguninn eftir var glampandi sól og því skemmtilegt að sjá þetta hverfi í annarri birtu. Við skoðuðum okkur bara um, röltum og villtumst um hæðirnar og settumst á kaffihús hér og þar og nutum þess að fylgjast með mannlífinu. Röltum svo út á höfn og sáum nokkur sæljón sleikja sólina á baugju rétt fyrir utan. Já lífið er afskapleg ljúft um þessar mundir.
Þegar við komum svo aftur frá Valparaíso beið mín e-mail frá Fernöndu nokkurri Ortiz en ég hafði skrifað henni e-mail nokkrum dögum áður í von um að geta hitt hana í Santiago. Fernanda er sem sagði fóstursystir mín, ef það er hægt að segja það. Þegar ég var skiptinemi í Ecuador þá bjó hún heima hjá fjölskyldu minni. Ég bjó reyndar ekki hjá fjölskyldu hennar út í Ecuador en ég kynntist þeim engu að síður ágætlega. Það var því ótrúlega gaman að hitta hana aftur, þótt að ég hafi bara kynnst henni í tæpan mánuð á meðan við vorum staddar í sama landi. Hún er hér í Santiago að læra arkitektúr við Universidad Catolica de Chile. Snæbjörn og Fernanda þekktust líka en þau voru saman í 4.A í MR. Þannig að kvöldið sem við komum frá Valparaíso stukkum við nánast strax út á næsta kaffihús til að hitta Fernöndu þar sem við spjölluðum alveg langt fram á nótt. Þegar við spurðum hana hvers hún saknaði frá Íslands var maturinn hjá mömmu efstur á lista, og svo íslenska nammið, þá sérstaklega piparpúkar og lakkrís, og skyr. Áður en við fórum af kaffihúsinu bauð hún okkur að gista hjá sér næstu
Við eyddum því deginum þar á eftir í rölt um alla Santiago, fengum meðal annars að skoða háskólann hennar, skoðuðum aðal torgin, fórum á tvö söfn og horfðum svo á sólsetrið yfir Santiago frá hæð sem heitir Cerro Santo Lucia. Um kvöldið elduðum við súrsætan kjúkling, drukkum rauðvín með og spjölluðum um alla heima og geima. Já það var ótrúlega gaman að hitta hana Fernöndu aftur.
Nú erum við hins vegar komin til Mendoza í Argentínu og búin að gista eina nótt og eigum tvær eftir. Þaðan er förinni svo haldið áfram, erum að útbúa plan fyrir restina af ferðinni, en eftir að hafa slakað svona vel á í fyrri hluta ferðarinnar verðum við að halda ansi vel á spöðunum þennan síðasta mánuð. Við ætlum samt allavega að reyna að skoða svo sem eina vínekru meðan við erum hérna í Mendoza.
Svona í lokin langar mig að óska ykkur öllum góðs gengis í komandi prófum. Við hugsum til ykkar. ;)
Es. Hér til hliðar hefur bæst við gestabók og nýjar myndir frá Santiago, en bara frá 22. apríl. Endilega kvittið í bókina ;)