miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Hellaskoðun og vinstripólitík ...

Seinast þegar við blogguðum vorum við enn stödd á eyjunni Margaritu og á leið til Cumaná, 300.000 manna hafnaborgar austarlega í Venezúela. Leigubílstjórinn, sem skutlaði okkur niður á höfn, var afar málglaður, og ullu upp úr honum bæði spurningar um okkur og svo alls konar forvitnilegar upplýsingar um Venezúela og eyjuna (merkilegt hvað leigubílstjórarnir hafa reynst miklar upplýsingaveitur í þessari ferð). Hann varaði okkur meðal annars við Cumaná og sagði okkur t.d. að taka alltaf merktan leigubíl frá e-u leigubílafyrirtæki (sem við höfðum svo sem alltaf reynt). Þegar til Cumaná var komið varð okkur því ekki um sel þar sem nánast engir leigubílar voru niðri við höfn. Eftir töluvert þóf náðum við þó leigubíl með skuggalegum bílstjóra sem ók af stað um auðar götur borgarinnar. Þegar á Hotel Astoria var komið lofuðum við sjálfum okkur að leggja aldrei aftur í slíka leigubílaför.

Hótel Astoria var nú töluvert betra en hótelómyndin í Puerto la Cruz og eftir ágætisnótt drifum við okkur á rútustöð borgarinnar enda var förinni heitið suður til smábæjarins Caripe upp í fjöllum Venezúela. Cumaná, sem fékk fljótlega viðurnefnið karókíborgin vegna óhóflegrar karókísöngmennsku borgarbúa, var heldur óspennandi og okkur langaði ekki til að dvelja þar lengur en nauðsynlegt þótti. Á rútustöðinni komumst við hins vegar að því að engin rúta færi til Caripe heldur þyrftum við annað hvort að taka leigubíl eða "por puesto", "safnbíl" svokallaðan, sem leggur ekki af stað fyrr en búið er að fylla hann af farþegum. Þar sem við vissum ekki hvort það væri nokkur por puesto á leið til Caripe ákváðum við að drífa okkur með leigubíl (sem kostaði ekki nema um 2700 krónur þótt ferðin tæki um tvo og hálfan tíma). Leigubílstjórinn virkaði fínn en ekki var langt liðið á ferðina þegar okkur var farið að líða eins og í rallýakstri. Vegurinn hlykkjaðist um skóglendi og voru blindbeygjur nánast alla leið og þóttumst við heppin að vera yfirleitt heil á húfi þegar á leiðarenda var komið (jæja, smáýkjur ...).

Í Caripe var hins vegar gott að vera. Loftslagið eins og á heitum íslenskum sumardegi með svölum þægilegum kvöldum, öfugt við afganginn af landinu, sem mér hefur þótt helst til heitur. Elín Lóa kann betur við hitann en ég. Við gistum eina nótt á hinu fína Hotel Samán og morguninn eftir vöknuðum við snemma til að skoða hellinn Cueva Del Guacharo. Cueva del Guacharo er thridji lengsti hellir Venezúela, um 10 og hálfur kílómetri á lengd en adeins um 1200 metrar eru adgengilegir fyrir ferdamenn. Hellirinn er thekktastur fyrir hinn undarlega guacharo-fugl, eda olíufugl eins og hann er nefndur á ensku (aetli hann hafi sérstakt nafn á íslensku, annad en thýdingu á enska nafninu?). Fuglinn lifir alla sína aevi í hellinum og kemur adeins út ad nóttu til ad afla sér matar. Ofugt vid t.d. ledurblokur er guacharo hins vegar ávaxtaaeta og tar sem faeduoflunin reynir mjog á fuglinn naerist hann helst ekki oftar en med thriggja til fjogurra vikna millibili og fer thá ekkert út úr hellinum utan thess. Eins og gera má rád fyrir reyndist ferdin inn í hellinn einstok og skemmdi thar ekki fyrir hversu skemmtilegur leidsogumadurinn okkar var.

Í hellisskoduninni hittum vid Ísraela nokkurn, Matan ad nafni, og ákvádum ad slást í for med honum enda reyndist hann hinn áhugaverdasti ferdafélagi. Hann hafdi verid á social forum í Caracas (alltaf gaman ad tala vid komma) og aetladi ad heimsaekja vinafólk sitt í borginni Ciudad Guayana. Thar sem vid aetludum til Ciudad Bolivar og Guayana er í leidinni hentadi thad okkur ágaetlega ad ferdast saman til ad spara peninga. Okkur hafdi verid tjád ad vegurinn á milli Caripe og naestu stóru borgar, Maturín, vaeri lokadur vegna mótmaeala og thurftum vid thví ad taka "por puesto" lengri leid til ad komast fram hjá lokuninni.

Thann dag, 13. febrúar, komumst vid sídan mun lengra en vid hofdum búist vid eda alla leid til Ciudad Bolivar. Vegurinn var ekkert sérstakur en ekkert verri svo sem en thad sem vid hofum lent í sídan thá eda eigum eftir ad lenda í sídar, býst ég vid. Thegar vid logdum af stad í Caripe bádum vid bílstjórann um ad stoppa svo vid gaetum fengid okkur hádegismat. Hann stoppadi thví vid fyrstu vegasjoppu og thar fengum vid ólseigt kjot og maískokur af grilli, sem er án efa magnadasti skyndibiti, sem ég hef smakkad.

Í Ciudad Bolivar gistum vid tvaer naetur og lentum í ýmsum aevintýrum. Theim verdum vid hins vegar ad segja frá sídar thegar tími gefst. Núna erum vid hins vegar komin til Manaus í Brasilíu (eftir 29 tíma rútuferdalag frá Venezúela!) og í fyrramálid holdum vid af stad inn í frumskóga Amazon. Thadan munum vid ekki eiga afturkvaemt fyrr en ad sex dogum lidnum.

laugardagur, febrúar 11, 2006


Myndir úr kveðjupartýinu

Jæja, þá er ég loksins búin að koma kveðjupartýsmyndunum í lag og þið getið fundið þær hér.

Ég mæli með að fólk nýti sér þann möguleika að skoða myndirnar eins og þeir vilja, hvort sem það er í þumlastærð eða í „filmstrip“. Svo er náttúrulega hið vinsæla „slideshow“ þar sem hægt er að hafa texta myndanna með.

Já, þetta er allt svo tæknilegt.....
Bitin og brunnin

Sudur-Ameríka hefur nú tegar markad okkur ansi sterkt. Allavega erum vid med bit út um allan líkamann og misskemmtilegalögud brunasár. Á einum tímapunkti fyrir ekki svo löngu taldist mér ad ég vaeri med um 14 stór bit vídsvegar um líkamann og um 30 lítil bit a hvoru handarbaki og 10 lítil á annarri stóru tánni. Snaebjorn hefur sloppid heldur betur med adeins 14 bit tar af tvö framan í sér.

Eftir ad vid hofdum kvatt vin okkar, samsaeriskenningamanninn, ákvádum vid ad best vaeri ad koma okkur adeins út fyrir baeinn og tókum thví metro í dýragardinn. Tess má geta ad metro-kerfid í Caracas er mjög gott og Snaebjörn var einstaklega hrifinn af tví. Tess má líka geta ad 10 skipta midi í öll hverfi kostadi adeins 3500 bólívara eda um 105 kr íslenskar. Í dýragardinum hittum vid allra thjóda kvikindi í mismunandi hornum gardsins. Í sudurameríska horninu sáum vid m.a. tapír, krókódíla og ýmsa fugla. Í tví afríska sáum vid eldgamla hrukkótta fíla sem virtust vera ad deyja úr leidindum tarna. Greyin. Tad skemmtilega vid tennan gard var mörg dýranna vöppudu bara um göngustíganna tar á medal voru túristaapar sem ad sjálfsögdu föngudu athygli okkar. Tessi litli api sem stód tarna á steinlagda veggnum fyrir framan okkur horfdi svo a okkur med hvolpaaugum (ég veit, api med hvolpaaugu....) og sérstaklega á vatnsflöskuna mína. Í tilraunaskyni rétti ég honum flöskuna og hélt ad myndi ekki valda henni, sem reyndist rétt... í fyrra skiptid, tví eftir ad ég hafdi tekid flöskuna upp eftir ad hann hafdi misst hana og rétt honum aftur tá stakk hann henni undir höndina og taut í burtu eftir veggnum og settist í dágóda fjarlaegd frá henni. Tar tókst honum einhvern veginn ad taka tappann af og hóf flöskuna á loft og drakk af stút. Merkilegur og fjölhaefur api tar á ferd.

Ferd okkar til eyjarinnar Margarítu var líka ansi vidburdarrík. Hún hófst á eins og hálfstíma leigubílaferd sem venjulega tekur 20 mín. Ástaeda allra tessar tafa var sú ad fólk hafdi komid allstadar ad frá Venezuela til ad taka tatt í göngu sem studningsmenn Hugo Chávez, forseta Venezuela, stódu fyrir. En 7 ár voru lidin tann 4 febrúar frá thví ad Chávez komst til valda. Tví hafdi mannfjöldi lokad öllum adalgötum borgarinnar og hélt ad forsetabústadnum til ad fagna forsetanum sínum. Leigubílstjórinn okkar var nú ekki par sáttur vid tetta allt saman, sérstaklega vegna tess ad hann var alls ekki einn af fylgismonnum Chávez. Sem daemi sagdi hann ad ef tetta vaeri mótmaelaganga einhverra annarra en fylgismanna Chávez vaeri fyrir löngu búid ad leysa tad upp til ad hleypa umferdinni áfram. Hann var heldur ekki sáttur vid ad Chávez skuli vera ad senda adstod til landa eins og Kúbu og Bólivíu og tók sem daemi ad madur sem á hús sem er ad hruni komid gerir fyrst vid húsid sitt ádur en hann hjálpar nágrannanum med sitt hús. Menn eru mjög heitir í stjórnmálum hérna í Venezuela enda ekki furda tar sem mikil spilling hefur rádid ríkjum hér sem og í ödrum löndum í Sudur-Ameríku. Daginn ádur en vid spjölludum vid leigubílstjórann höfdum vit hitt thjón sem var mikill studningsmadur Chávez og sagdi medal annars ad sonur sinn hefdi aldrei haft taekifaeri a ad fara í háskóla vegna skorts á peningum hefdi stjórn Chávez ekki sett á laggirnar ríkisrekna háskóla.

Löggan hér er ekki heldur sú besta í bransanum eins og kólumbísku leigubílstjórinn okkar kom okkur í skilning um. Ef löggan tekur tig vid ad ad drekka og keyra ta bara rettiru honum smá aura og teir hleypa ter í gegn. Hér er enginn hámarkshradi, eda t.e.a.s. enginn hradi sem fólk fer eftir og ef löggan skyldi af einhverjum ástaedum stoppa tig tá gildir bara sama reglan, tú mútar bara löggunni. Tví kom okkur ekkert sérstaklega á óvart ad 5 tíma rútuferdin okkar til Puerto la Cruz skyldi lengjast í 7 tíma. Á leidinni ókum vid fram hjá 4 slysum, tar af einu banaslysi tar sem ad tveir létu lífid.

Tessi rútuferd var mjög lík fyrri kynnum okkar af venezúlenskum rútuferdum, ís-jökul köld med reggeton, salsa og merengue í botni. Aetli lagid Daddy Gasolina hafi ekki verid spilad svona thrisvar sinnum. Úfff.... Seinni hluta ferdarinnar nutum vid svo ad horfa a Dodgeball á spaensku. Tessi rútuferd var eflaust einstaklega löng fyrir Snaebjorn tar sem ad á vissum tímapunkti var hann á barmi tess ad pissa í vatnsflösku sem vid vorum med, svo mikid var honum mál. Tad er svona tegar madur thambar 1 og hálfan líter af vatni ádur en madur stígur upp í rútu med biludu klósetti. Vid komumst hins vegar ad tví rétt ádur en flaskan var tekin í notkun ad adeins 20 mínútur vaeru í tad ad vid stoppudum tannig ad Snaebjorn greyid gat haldid í ser.

Í Puerto la Cruz gistum vid á tví ógedslegasta hóteli sem vid höfum stigid inná. Tad var allt fullt á hótelunum í kring og tví lítid annad í bodi. Tegar vid stigum inn í herbergid virtist tad vera allt í lagi en tegar betur var ad gád var tetta alls ekki kraesilegt. Hurdin inn á badherbergid var brotin og hálf skökk. Sturtuhausinn var hálfmygladur og sturtugólfid (sem var allt badgólfid) fullt af dökkum hárum. Sturtan var aldrei notud af okkur tessa nótt sem vid gistum tarna. Nidurfallid var fullt af allskonar ógedi sem vid vildum ekki skoda nánar en Snaebjorn tók mynd af tví sem tid getid sed tegar vid komumst á almennilegt netkaffi til ad hlada inn myndum. Klósettid var ekki bodlegt, tví var stadid ekki sest ef notkun tess var naudsynleg. Skáparnir tarna voru ekki einu sinni opnadir, vid vorum hraedd um ad finna eitthvad enn ógedslegra. Um nóttina skridum vid inn í saengurverin sem vid hofdum komid med okkur fra Íslandi og tau hífd upp yfir haus thví ekki vildum vid sofa í tessum lökum sem okkur var bodid upp tar sem álíka mörg hár voru tar og á sturtubotninum. Tess ma geta ad tessa nott fekk Snaebjorn einmitt andlitsbitin sín og ég handarbakarbitin 60.

Mig langadi líka ad benda ykkur a nýja taekid herna á sídunni sem heitir Blog-a-rithm, tar sem tid getid fengid sendan póst tegar ný faersla birtist. Mörg ykkar hafa eflaust tegar tekid eftir tessu en tid hin vitid af tessu tar sem ad vefbókarfaerslur okkar eru ekki mjog reglulegar.

Nú er ferdinni heitid til meginlandsins og naesta stopp er baerinn Cumaná. Sídustu 6 daga hofum vid hinsvegar notid sólarinnar hér á karabísku eyjunni Margarítu og fundum okkar hótel á ströndinni tannig ad tegar vid opnum svalarhurdina okkar blasir vid okkur strondin og karabíska hafid. Sólin hefur bakad okkur, kannski einum of, tar sem bakpokinn situr ekki eins taegilega a oxlununum og hann gerdi.Tid skulud samt ekkert buast vid okkur solarlandabrunum heim tar sem ad vid erum enn hvítari en sandurinn á ströndinni fyrir framan hótelid okkar. En ég er allavega komin med lit... raudan tad er ad segja.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Caracas

Já, thad er hálf ótrúlegt ad vera loksins komin hinum megin á hnottinn, eftir ad hafa planad og hugsad um tessa ferd í taepa 9 mánudi. En vid erum vist lent í Caracas, Venezuela, borg sem virdist í fyrstu sýn vera einn stór gotumarkadur. Ferd okkar her í Venezuela byrjadi agaetlega tegar vid hofdum lokid af allri skriffinnskunni sem turfti til ad komast inn i landid. Tegar vid gengum loksins ut af tollinum greip okkur madur sem vildi endilega halda a toskunni minni en leyfdi Snaebirni ad halda a sinni. Hann taladi med eindaemum hratt og tar sem ad spaenska min er enn soldid rydgud nadi eg rett svo helmingnum. Hann spurdi hvert vid aetludum ad fara og hvort vid tyrftum ekki ad fara i banka. Vid vorum ordin pinu smeyk tar sem ad vid hofdum ekki hugmynd um hver tessi madur vaeri og monudum okkur loksins til ad spyrja hver hann vaeri. Hann sagdist heita Esteban og syndi okkur skilriki um tad ad hann ynni a flugvellinum, hlo mikid yfir tvi ad vid treystum honum ekki. Hann let okkur skipta peningum hja einhverri konu sem gaf okkur betra gengi en var a dollarnum vs. bolívaranum og henti okkur svo upp i orugga rutu sem var fra flugvellinum.

Ta tok vid 2 klst rutuferd upp og nidur fjallgarda til Caracas. Tessi ferd tekur yfirleitt taepan klukkutima en ein af adal brúnum var annadhvort hrunin eda ordin of haettuleg til ad aka yfir, vid fengum tad aldrei alveg a hreint. I teirri rutuferd komumst vid ad tvi ad Lonely Planet bókin, biblían okkar, hafdi rett fyrir ser í sambandi vid rútur Venezuela sem og odru. Rutan var eins og frystikista, svo mikil var loftkaelingin. Halfa leidina frusu allir fartegar hennar ur kulda tangad til ad einn hraustur Venezuela-búi stod upp og bad bilstjorann ad slokkva a kaelingunni. Tad la vid ad tad vaeri klappad fyrir honum svo mikil var gledi fartega.

Rutuferdin endadi a sjúskadri rutustod tar sem vid fundum elsta og mest kúl leigubíl í heimi. Hrólfur, ég spurdi meira segja bílstjórann um nafnid fyrir tig. Bíllinn hét Chevrolet Malibu og hann var brunn a lit og orugglega fra tvi um 70. Jaeja hann for med okkur a hoteli Hotel Cristal tar sem vid hofum verid i agaetis yfirlaeti sidan. Rydgada spaenskan min olli tvi hins vegar ad tegar eg aetladi ad spyrja um verd a herberginu ta spurdi eg hversu marga Bólivíu-búa herbergid kostadi i stadinn fyrir Bólivares sem er gjaldmidillinn her.

Vid haettum okkur svo ut ad borda tott ad tad vaeri ordid dimmt og ad mottokustjorinn a hotelinu okkar hafi varad okkur vid ad fara langt. Mannlifid her er otrulega skemmtilegt og allt idandi af lifi.

I gaer roltum vid um midbaeinn og settumst a mitt torg Bólivars (í Venezuela virdast samt oll torg heita plaza Bólivar) og fylgdumst med fólkinu. Strax um morguninn var madur sem baud Snaebirni klippingu, hann afthakkadi. Vid slaeptumst svo um baeinn og kíktum safn og drukkum eins mikid af mismunandi avaxtasofum og vid gatum. Teir eru faranlega godir herna.

Lonely Planet sagdi okkur svo i dag ad fara upp i turn sem gnaefir yfir alla borgina og tar gaetum vid sed hana i alli sinni dyrd. Tegar vid komum tangad var okkur sagt ad turninn sjalfur hefdi verid lokadur i ar vegna oryggisastaedna. Tegar vid svo komum ut fra skrifstofunni gekk upp ad okkur madur i allt of storum jakka. Taladi hratt og ekkert mjog skýrt. Hann sagdi okkur samt ad tetta vaeri algjort rugl, tessi turn hefdi ekki verid opin tessi 20 ar sem hann hefdi starfad tar og myndi aldrei vera opnadur. Hann sagdi okkur lika ad Caracas vaeri storhaettuleg borg og syndi okkur mittistoskuna sina sem hann hafdi falid undir allt of stóra jakkanum sínum. Hann sagdi okkur ad passa okkur vel, sérstaklega vegna tess hversu hvit og ljoshaerd vid vaerum. Maelti svo med ad vid kaemum okkur sem fyrst ur tessu hverfi. Okkur leid eins og vid vaerum ad tala vid mesta samsaeriskenningamann Venezuela tvi hann helt afram ad tala um stjornvold og hvernig folk vaeri mjog heitt um tessi mal. Hann kvaddi okkur svo med tvi ad retta okkur nafnspjaldid sitt tar sem hann skrifadi simanumerid sitt og sagdi okkur ad hringja i sig ef vid lentum i einhverjum vandraedum. Bad svo ad heilsa Reykjavik og for.

Vid holdum ut a Isla Margarita a morgun, eyja í karabíska hafinu tar sem vid aetlum ad dvelja i nokkra daga. En tetta er vist ordid allt of langt og kominn timi til ad smakka nyjan avaxasafa:)

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

40 klukkustunda ferdalag

Jaeja, thá erum vid komin til Caracas í Venezuela. Sitjum inni á netkaffihúsi í Sabana Grande hverfinu, búin ad fá okkur léttan morgunverd, koma vid í hradbanka og borga fyrir thrjár naetur á hinu frábaera Hotel Cristal.

Ferdalagid frá Keflavík á hótelid okkar tók dálítid á, thótt thad hafi nú átt sína spretti. Vid lögdum af stad til Keflavíkur eldsnemma á thridjudagsmorgun eftir lítinn svefn (lesist:engan) og slatta af stressi. Gudni og Erla Björk skutludu okkur og var svo mikid í mun ad losna vid okkur ad thau létu ekki einu sinni umferdarskilti Hafnarfjardarbaejar stödva sig. Leifsstöd var tóm og eitt augnablik héldum vid ad fluginu hefdi verid seinkad en svo reyndist sem betur fer ekki vera. Thegar í vélina var komid slökknadi fljótlega á Elínu Lóu og Snaebjorn fór sömu leid skömmu sídar. Vid misstum tví af flugvélakrásum Icelandair og lentum glorhungrud í London klukkan 12 á hádegi.

Í höfudborg breska heimsveldisins kíktum vid á Oxford Street og á tímabili vorum vid nánast komin á tad ad breyta Sudur-Ameríkuferdinni okkar í fjögurra mánada verslunarferd til London. Vid fengum okkur svo pítsu í e-i hlidargötunni, kíktum í Eye of London og brunudum aftur á Heathrow til ad ná í farangurinn úr geymslu. Klukkan fjögur morguninn eftir (sváfum í klessu á bekkjum med faeturna ofan á farangrinum okkar) gátum vid loks skrád okkur inn í flugid til Lissabon. Vid flugum med flugvélinni „Eusebio“ í eigu portúgalska flugfélagsins TAP og sváfum (ad sjálfsögdu) alla leidina til Lissabon. Thadan flugum vid til Caracas, átta og hálfs tíma flug, sem virtist ekki vera nema svona fjórir tímar thar sem vid sváfum helminginn af fluginu. Ótrúlegt hvad svefn styttir tímann.

Sögur af Venezúela munu birtast innan skamms.

Elín Lóa og Snaebjorn