Ecuador 2 - Pólland 0
Væntingar voru miklar og spennan nánast óbærileg. Klukkan 13:00 þann 9.júní hættu nánast allir því sem þeir voru að gera, hvort sem það var vinna eða skóli, til að fylgjast með fyrsta leik landsliðs síns á HM gegn Póllandi. Landið lamaðist á meðan leiknum stóð. Þeir einu sem virtust vera að vinna voru þjónar á þeim stöðum þar sem leikurinn var sýndur, laganna verðir og sjúkrahússtarfsfólk. Stór skjár var settur upp á einni af stærri götum Quito og henni lokað, svipað var um fleiri borgir í Ecuador. Allt var gult, landsliðsbúningurinn var ráðandi klæðnaður þennan daginn. Klukkan 14:00 söng fólk með þjóðsöngnum og beið þess með eftirvæntinu að leikurinn yrði flautaður á. Langflestir voru bjartsýnir fyrir leikinn, allir vonuðust eftir sigri, að minnsta kosti jafntefli. Pólland hafði víst lýst því yfir að þeir væru ekkert hræddur við okkur, þeim var víst nær að vera svona vissir um sjálfan sig. Við unnum 2-0.
Um kvöldið var allt brjálað, allir staðir fullir af fólki í gulum bolum, syngjandi, dansandi. Nánast á hverju einasta götuhorni var fólk. Það er alveg ótrúlegt hvað fótboltinn sameinar landsmenn. Og ég get ekki annað en hugsað um hvort að þetta myndi gerast á Íslandi ef við myndum einhvern tíma komast á heimsmeistarakeppnina....
Nú er svo bara að vinna Costa Rica á fimmtudaginn og þá komumst við upp úr riðlinum með Þýskalandi. Vonandi!
Væntingar voru miklar og spennan nánast óbærileg. Klukkan 13:00 þann 9.júní hættu nánast allir því sem þeir voru að gera, hvort sem það var vinna eða skóli, til að fylgjast með fyrsta leik landsliðs síns á HM gegn Póllandi. Landið lamaðist á meðan leiknum stóð. Þeir einu sem virtust vera að vinna voru þjónar á þeim stöðum þar sem leikurinn var sýndur, laganna verðir og sjúkrahússtarfsfólk. Stór skjár var settur upp á einni af stærri götum Quito og henni lokað, svipað var um fleiri borgir í Ecuador. Allt var gult, landsliðsbúningurinn var ráðandi klæðnaður þennan daginn. Klukkan 14:00 söng fólk með þjóðsöngnum og beið þess með eftirvæntinu að leikurinn yrði flautaður á. Langflestir voru bjartsýnir fyrir leikinn, allir vonuðust eftir sigri, að minnsta kosti jafntefli. Pólland hafði víst lýst því yfir að þeir væru ekkert hræddur við okkur, þeim var víst nær að vera svona vissir um sjálfan sig. Við unnum 2-0.
Um kvöldið var allt brjálað, allir staðir fullir af fólki í gulum bolum, syngjandi, dansandi. Nánast á hverju einasta götuhorni var fólk. Það er alveg ótrúlegt hvað fótboltinn sameinar landsmenn. Og ég get ekki annað en hugsað um hvort að þetta myndi gerast á Íslandi ef við myndum einhvern tíma komast á heimsmeistarakeppnina....
Nú er svo bara að vinna Costa Rica á fimmtudaginn og þá komumst við upp úr riðlinum með Þýskalandi. Vonandi!