9 dagar
Ef allt gengur að óskum, og ég fótbrýt mig ekki í þessari hálku, þá erum við á leiðinni út eftir 9 daga. Ég get ekki neitað því að smá stress hnútur hafi hreiðrað um sig í maganum á mér sem gerir mér erfiðara um svefn á næturnar. Sem betur fer virðist spennan ætla að hafa yfirhöndina.
Grófa planið (eins og sést á kortinu hér til hliðar sem Snæbjörn er búinn að vera að dunda sér við í Photoshop;) er að fljúga til Caracas, kíkja á borgina, skella sér á einhverja af eyjunum í karabíska hafinu úti fyrir ströndum Venezuela og sleikja sólina og busla í sjónum í 1-2 daga. Fara þaðan að skoða Englafoss sem er hæsti foss í heimi. Þaðan myndum við svo koma okkur yfir til Brazilíu, og halda í ævintýraför inn í Amazon frumskóginn frá borginni Manaus. Við vonumst til að verða þar í u.þ.b. viku og fljúga svo þaðan til Río de Janeiro (sem er 6 og hálfs tíma flug innanlands!!) og skoða okkur um á kjötkveðjuhátíðinni þar. Eftir Río de Janeiro er ekki alveg fastmótað hvert við förum eða hvað við gerum. Við ætlum okkur allavega að skoða Iguazú fossa á landamærum Brasilíu, Argentínu og Paraguay og ætli við förum ekki yfir til Argentínu þaðan.
En það kemur allt saman í ljós:)
Svo er bara að vona að við komumst á almennileg netkaffihús til að segja ykkur frá hvar við erum og setja inn myndir.
Á leiðinni út stoppum við hálfan dag í London, hvað á maður að skoða þegar maður kemur í borgina klukkan 12:00 á hádegi og fer klukkan 06:00 morguninn eftir?
Allar tillögur verða metnar og ígrundaðar :)
Ef allt gengur að óskum, og ég fótbrýt mig ekki í þessari hálku, þá erum við á leiðinni út eftir 9 daga. Ég get ekki neitað því að smá stress hnútur hafi hreiðrað um sig í maganum á mér sem gerir mér erfiðara um svefn á næturnar. Sem betur fer virðist spennan ætla að hafa yfirhöndina.
Grófa planið (eins og sést á kortinu hér til hliðar sem Snæbjörn er búinn að vera að dunda sér við í Photoshop;) er að fljúga til Caracas, kíkja á borgina, skella sér á einhverja af eyjunum í karabíska hafinu úti fyrir ströndum Venezuela og sleikja sólina og busla í sjónum í 1-2 daga. Fara þaðan að skoða Englafoss sem er hæsti foss í heimi. Þaðan myndum við svo koma okkur yfir til Brazilíu, og halda í ævintýraför inn í Amazon frumskóginn frá borginni Manaus. Við vonumst til að verða þar í u.þ.b. viku og fljúga svo þaðan til Río de Janeiro (sem er 6 og hálfs tíma flug innanlands!!) og skoða okkur um á kjötkveðjuhátíðinni þar. Eftir Río de Janeiro er ekki alveg fastmótað hvert við förum eða hvað við gerum. Við ætlum okkur allavega að skoða Iguazú fossa á landamærum Brasilíu, Argentínu og Paraguay og ætli við förum ekki yfir til Argentínu þaðan.
En það kemur allt saman í ljós:)
Svo er bara að vona að við komumst á almennileg netkaffihús til að segja ykkur frá hvar við erum og setja inn myndir.
Á leiðinni út stoppum við hálfan dag í London, hvað á maður að skoða þegar maður kemur í borgina klukkan 12:00 á hádegi og fer klukkan 06:00 morguninn eftir?
Allar tillögur verða metnar og ígrundaðar :)