Hellaskoðun og vinstripólitík ...
Seinast þegar við blogguðum vorum við enn stödd á eyjunni Margaritu og á leið til Cumaná, 300.000 manna hafnaborgar austarlega í Venezúela. Leigubílstjórinn, sem skutlaði okkur niður á höfn, var afar málglaður, og ullu upp úr honum bæði spurningar um okkur og svo alls konar forvitnilegar upplýsingar um Venezúela og eyjuna (merkilegt hvað leigubílstjórarnir hafa reynst miklar upplýsingaveitur í þessari ferð). Hann varaði okkur meðal annars við Cumaná og sagði okkur t.d. að taka alltaf merktan leigubíl frá e-u leigubílafyrirtæki (sem við höfðum svo sem alltaf reynt). Þegar til Cumaná var komið varð okkur því ekki um sel þar sem nánast engir leigubílar voru niðri við höfn. Eftir töluvert þóf náðum við þó leigubíl með skuggalegum bílstjóra sem ók af stað um auðar götur borgarinnar. Þegar á Hotel Astoria var komið lofuðum við sjálfum okkur að leggja aldrei aftur í slíka leigubílaför.
Hótel Astoria var nú töluvert betra en hótelómyndin í Puerto la Cruz og eftir ágætisnótt drifum við okkur á rútustöð borgarinnar enda var förinni heitið suður til smábæjarins Caripe upp í fjöllum Venezúela. Cumaná, sem fékk fljótlega viðurnefnið karókíborgin vegna óhóflegrar karókísöngmennsku borgarbúa, var heldur óspennandi og okkur langaði ekki til að dvelja þar lengur en nauðsynlegt þótti. Á rútustöðinni komumst við hins vegar að því að engin rúta færi til Caripe heldur þyrftum við annað hvort að taka leigubíl eða "por puesto", "safnbíl" svokallaðan, sem leggur ekki af stað fyrr en búið er að fylla hann af farþegum. Þar sem við vissum ekki hvort það væri nokkur por puesto á leið til Caripe ákváðum við að drífa okkur með leigubíl (sem kostaði ekki nema um 2700 krónur þótt ferðin tæki um tvo og hálfan tíma). Leigubílstjórinn virkaði fínn en ekki var langt liðið á ferðina þegar okkur var farið að líða eins og í rallýakstri. Vegurinn hlykkjaðist um skóglendi og voru blindbeygjur nánast alla leið og þóttumst við heppin að vera yfirleitt heil á húfi þegar á leiðarenda var komið (jæja, smáýkjur ...).
Í Caripe var hins vegar gott að vera. Loftslagið eins og á heitum íslenskum sumardegi með svölum þægilegum kvöldum, öfugt við afganginn af landinu, sem mér hefur þótt helst til heitur. Elín Lóa kann betur við hitann en ég. Við gistum eina nótt á hinu fína Hotel Samán og morguninn eftir vöknuðum við snemma til að skoða hellinn Cueva Del Guacharo. Cueva del Guacharo er thridji lengsti hellir Venezúela, um 10 og hálfur kílómetri á lengd en adeins um 1200 metrar eru adgengilegir fyrir ferdamenn. Hellirinn er thekktastur fyrir hinn undarlega guacharo-fugl, eda olíufugl eins og hann er nefndur á ensku (aetli hann hafi sérstakt nafn á íslensku, annad en thýdingu á enska nafninu?). Fuglinn lifir alla sína aevi í hellinum og kemur adeins út ad nóttu til ad afla sér matar. Ofugt vid t.d. ledurblokur er guacharo hins vegar ávaxtaaeta og tar sem faeduoflunin reynir mjog á fuglinn naerist hann helst ekki oftar en med thriggja til fjogurra vikna millibili og fer thá ekkert út úr hellinum utan thess. Eins og gera má rád fyrir reyndist ferdin inn í hellinn einstok og skemmdi thar ekki fyrir hversu skemmtilegur leidsogumadurinn okkar var.
Í hellisskoduninni hittum vid Ísraela nokkurn, Matan ad nafni, og ákvádum ad slást í for med honum enda reyndist hann hinn áhugaverdasti ferdafélagi. Hann hafdi verid á social forum í Caracas (alltaf gaman ad tala vid komma) og aetladi ad heimsaekja vinafólk sitt í borginni Ciudad Guayana. Thar sem vid aetludum til Ciudad Bolivar og Guayana er í leidinni hentadi thad okkur ágaetlega ad ferdast saman til ad spara peninga. Okkur hafdi verid tjád ad vegurinn á milli Caripe og naestu stóru borgar, Maturín, vaeri lokadur vegna mótmaeala og thurftum vid thví ad taka "por puesto" lengri leid til ad komast fram hjá lokuninni.
Thann dag, 13. febrúar, komumst vid sídan mun lengra en vid hofdum búist vid eda alla leid til Ciudad Bolivar. Vegurinn var ekkert sérstakur en ekkert verri svo sem en thad sem vid hofum lent í sídan thá eda eigum eftir ad lenda í sídar, býst ég vid. Thegar vid logdum af stad í Caripe bádum vid bílstjórann um ad stoppa svo vid gaetum fengid okkur hádegismat. Hann stoppadi thví vid fyrstu vegasjoppu og thar fengum vid ólseigt kjot og maískokur af grilli, sem er án efa magnadasti skyndibiti, sem ég hef smakkad.
Í Ciudad Bolivar gistum vid tvaer naetur og lentum í ýmsum aevintýrum. Theim verdum vid hins vegar ad segja frá sídar thegar tími gefst. Núna erum vid hins vegar komin til Manaus í Brasilíu (eftir 29 tíma rútuferdalag frá Venezúela!) og í fyrramálid holdum vid af stad inn í frumskóga Amazon. Thadan munum vid ekki eiga afturkvaemt fyrr en ad sex dogum lidnum.
Seinast þegar við blogguðum vorum við enn stödd á eyjunni Margaritu og á leið til Cumaná, 300.000 manna hafnaborgar austarlega í Venezúela. Leigubílstjórinn, sem skutlaði okkur niður á höfn, var afar málglaður, og ullu upp úr honum bæði spurningar um okkur og svo alls konar forvitnilegar upplýsingar um Venezúela og eyjuna (merkilegt hvað leigubílstjórarnir hafa reynst miklar upplýsingaveitur í þessari ferð). Hann varaði okkur meðal annars við Cumaná og sagði okkur t.d. að taka alltaf merktan leigubíl frá e-u leigubílafyrirtæki (sem við höfðum svo sem alltaf reynt). Þegar til Cumaná var komið varð okkur því ekki um sel þar sem nánast engir leigubílar voru niðri við höfn. Eftir töluvert þóf náðum við þó leigubíl með skuggalegum bílstjóra sem ók af stað um auðar götur borgarinnar. Þegar á Hotel Astoria var komið lofuðum við sjálfum okkur að leggja aldrei aftur í slíka leigubílaför.
Hótel Astoria var nú töluvert betra en hótelómyndin í Puerto la Cruz og eftir ágætisnótt drifum við okkur á rútustöð borgarinnar enda var förinni heitið suður til smábæjarins Caripe upp í fjöllum Venezúela. Cumaná, sem fékk fljótlega viðurnefnið karókíborgin vegna óhóflegrar karókísöngmennsku borgarbúa, var heldur óspennandi og okkur langaði ekki til að dvelja þar lengur en nauðsynlegt þótti. Á rútustöðinni komumst við hins vegar að því að engin rúta færi til Caripe heldur þyrftum við annað hvort að taka leigubíl eða "por puesto", "safnbíl" svokallaðan, sem leggur ekki af stað fyrr en búið er að fylla hann af farþegum. Þar sem við vissum ekki hvort það væri nokkur por puesto á leið til Caripe ákváðum við að drífa okkur með leigubíl (sem kostaði ekki nema um 2700 krónur þótt ferðin tæki um tvo og hálfan tíma). Leigubílstjórinn virkaði fínn en ekki var langt liðið á ferðina þegar okkur var farið að líða eins og í rallýakstri. Vegurinn hlykkjaðist um skóglendi og voru blindbeygjur nánast alla leið og þóttumst við heppin að vera yfirleitt heil á húfi þegar á leiðarenda var komið (jæja, smáýkjur ...).
Í Caripe var hins vegar gott að vera. Loftslagið eins og á heitum íslenskum sumardegi með svölum þægilegum kvöldum, öfugt við afganginn af landinu, sem mér hefur þótt helst til heitur. Elín Lóa kann betur við hitann en ég. Við gistum eina nótt á hinu fína Hotel Samán og morguninn eftir vöknuðum við snemma til að skoða hellinn Cueva Del Guacharo. Cueva del Guacharo er thridji lengsti hellir Venezúela, um 10 og hálfur kílómetri á lengd en adeins um 1200 metrar eru adgengilegir fyrir ferdamenn. Hellirinn er thekktastur fyrir hinn undarlega guacharo-fugl, eda olíufugl eins og hann er nefndur á ensku (aetli hann hafi sérstakt nafn á íslensku, annad en thýdingu á enska nafninu?). Fuglinn lifir alla sína aevi í hellinum og kemur adeins út ad nóttu til ad afla sér matar. Ofugt vid t.d. ledurblokur er guacharo hins vegar ávaxtaaeta og tar sem faeduoflunin reynir mjog á fuglinn naerist hann helst ekki oftar en med thriggja til fjogurra vikna millibili og fer thá ekkert út úr hellinum utan thess. Eins og gera má rád fyrir reyndist ferdin inn í hellinn einstok og skemmdi thar ekki fyrir hversu skemmtilegur leidsogumadurinn okkar var.
Í hellisskoduninni hittum vid Ísraela nokkurn, Matan ad nafni, og ákvádum ad slást í for med honum enda reyndist hann hinn áhugaverdasti ferdafélagi. Hann hafdi verid á social forum í Caracas (alltaf gaman ad tala vid komma) og aetladi ad heimsaekja vinafólk sitt í borginni Ciudad Guayana. Thar sem vid aetludum til Ciudad Bolivar og Guayana er í leidinni hentadi thad okkur ágaetlega ad ferdast saman til ad spara peninga. Okkur hafdi verid tjád ad vegurinn á milli Caripe og naestu stóru borgar, Maturín, vaeri lokadur vegna mótmaeala og thurftum vid thví ad taka "por puesto" lengri leid til ad komast fram hjá lokuninni.
Thann dag, 13. febrúar, komumst vid sídan mun lengra en vid hofdum búist vid eda alla leid til Ciudad Bolivar. Vegurinn var ekkert sérstakur en ekkert verri svo sem en thad sem vid hofum lent í sídan thá eda eigum eftir ad lenda í sídar, býst ég vid. Thegar vid logdum af stad í Caripe bádum vid bílstjórann um ad stoppa svo vid gaetum fengid okkur hádegismat. Hann stoppadi thví vid fyrstu vegasjoppu og thar fengum vid ólseigt kjot og maískokur af grilli, sem er án efa magnadasti skyndibiti, sem ég hef smakkad.
Í Ciudad Bolivar gistum vid tvaer naetur og lentum í ýmsum aevintýrum. Theim verdum vid hins vegar ad segja frá sídar thegar tími gefst. Núna erum vid hins vegar komin til Manaus í Brasilíu (eftir 29 tíma rútuferdalag frá Venezúela!) og í fyrramálid holdum vid af stad inn í frumskóga Amazon. Thadan munum vid ekki eiga afturkvaemt fyrr en ad sex dogum lidnum.