miðvikudagur, mars 29, 2006

Frumskógarnaetur II

Frumskógurinn tók vel á móti okkur og byrjadi á thví ad bíta okkur allharkalega til ad bjóda okkur velkomin. Vid héldum sem sagt ad thad vaeri nóg ad bera á okkur flugnafaelu thar sem sást í skinn og thar sem flugurnar gaetu komist ad, en ó nei, thaer bitu í gegnum föt. Thetta olli thví ad ég fékk um 30 bit á laerin og gat thví varla sofid um nóttina vegna kláda og óthaeginda. Sem betur fer lenti Snaebjorn ekki jafn illa í thví og gat thví daelt í mig ofnaemislyfjum til ad minnka kládann. Á thessum tímapunkti var ordid hálf vonlaust ad halda talningu bita áfram en aetli vid séum ekki komin langt yfir tvö hundrud bitin ef vid teljum allt saman.

Samferdamenn okkar í thessari ferd var saenska parid Lars og Viktor. Their voru a thriggja vikna ferd um Brasilíu ádur en their héldu aftur heim í kuldann í Svíthjód. Their voru mjog hressir og hofdu mikinn áhuga á íslenskunni og á samanburdi íslenskra og saenskra orda. Og eftir allan thennan samanburd komumst vid ad theirri „merkilegu“ nidurstödu, sem var vitud fyrirfram, ad thessi tungumál eiga mjog mikid sameiginlegt.

Ferdin var frábaer í alla stadi, ef ad frátalin eru öll bitin. Dagarnir voru yfirleitt skipulagdir thannig ad vid hófum daginn med morgunmati klukkan sjö og vorum svo farin út úr húsi/kofa klukkan átta. Vid komum svo aftur í hádegismat um tólf leytid og eftir thad tekin pása til klukkan thrjú, thar sem baedi dýr og menn fúnkera ekki alveg nógu vel í öllum thessum hita og raka, og thví lítid og erfitt ad sjá eitthvad á thessum tíma. Siestunni var thví yfirleitt eytt liggjandi í hengirúmi med bók vid hönd.

Í ferdinni sáum vid öll ósköpin af fuglategundum, og thví midur er minni mitt ekki nógu gott til ad nefna thaer allar auk thess sem ensku nöfnin á theim virtust ekki klingja mörgum bjöllum. Thau nöfn sem ég man hins vegar var ad vid sáum svart-, gul- og raudhöfda hraegamma svo og hraegamm sem ég veit ekki hvad heitir á íslensku en kallast á ensku „bare-headed vulture“ en gaeti útlagst nakinhöfda hraegammur eda eitthvad í thá áttina (ef einhver veit hina rétta thýdingu má hann endilega skella henni í athugasemdarkerfid). Einnig sáum vid líka „kónga“ hraegamm (e. king-vulture). Einnig brugdu fyrir tucan, storkar og „Festive“ páfagaukar sem eru skaergraenir.

En thótt vid höfum séd svona marga fugla thá held ég ad vid höfum heyrt í enn thá fleiri. Einn fuglinn virtist alltaf vera ad hlaegja ad okkur, annar gaf frá sér hljód sem hljómadi alveg eins og stefid sem er flautad á eftir fallega fólkinu og öllum páfagaukum er kennt. (Hvernig lýsir madur hljódi í ordum?)

Einn morguninn héldum vid svo í thriggja klukkutíma göngu um frumskóginn. Thar sáum vid m.a. hinar ýmsar laekningaplöntur. Ein plantan átti ad vera gegn höfudverk, önnur gegn magaverk, thridja gegn krabbameini og til var planta gegn nánast öllum kvillum. Malaríu, ofnaemi, svo var líka haegt ad drekka seydi af plöntu sem átti ad virka líkt og getnadarvarnarpillan. Eitt tréid átti ad vera gott gegn krónískum sjúkdómum og til ad ná í vökvann úr trénu var stungid í thad med hníf, laufbladi stungid í gatid og thví naest draup hvítur vökvinn úr og vid fengum ad smakka. Einnig fundum vid kínín-tré og jurt sem er notud í hitakrem.

Edson, leidsögumadurinn okkar, sýndi okkur einnig hvernig innfaeddir voru vanir ad verja sig gegn moskítóflugum, en sú adferd tengist notkun á maurabúum. Their sem sagt klaeddu sig úr öllum fötum og fylltu upp í nef og eyru svo ad ekkert gaeti skridid inn thar. Thví naest fóru their ad thessu sérstaka maurabúi, brutu thad og leyfdu maurunum ad skrída um sig alla. Thar á eftir klaeddu their sig aftur í og héldu sína leid. Vörnin er sem sagt sú ad thegar maurarnir skrída gefa their frá sér sérstaka lykt sem festist á húdinni og faelir moskítóflugurnar frá. Edson sýndi okkur thetta med thví ad stinga hönd sinni inn í maurabú og leyfdi okkur svo ad finna lyktina. Vid sáum líka ógrynnin öll af köngulóm, en sú staersta í thessari gönguferd er köllud „Bird-Eater“ og er víst af tarantúlluaett. Hún var ljót, lodin og risastór og vid fundum hana sem sagt med thví ad egna hana út úr holu sinni med strái. Vid sáum líka eitradan frosk. Hann var pínulítill, skaergraenn og virtist ekki vera froskur til ad valda einhverjum vandraedum, en madur aetti ekki ad láta blekkja sig.

Á göngu okkar um frumskóginn rákumst vid allt í einu á tvö pör af sandölum og risa svedju. Stuttu seinna sáum vid tvo berfaetta krakka, 14, 15 ára, á ráfi med haglabyssu, en thau voru víst ad leita ad vörtusvíni sem var í grenndinni, en ummerki thess mátti sjá í drullupolli sem thad hefdi velt sér í. Sú hugsun ljóst mig hversu allt ödruvísi barnaeska thessarra krakka vaeri frá minni eigin, og thó ég hafi hlaupid upp á fjall og vadid í ánnum í Mosfellsbaenum thá fór ég samt aldrei á veidar né thurfti nokkrar áhyggjur ad hafa á hvernig maturinn kaemist á eldhúsbordid heima hjá mér.

Í frumskógargöngutúrnum smökkudum vid, ásamt einstaka laeknajurtum, brasilískar hnetur (ég held ad thaer séu kalladar thad á íslensku...). Thaer kallast „Pará-nuts“ á ensku vegna héradsins í Brasilíu sem flytur út mest af theim. Ótrúlegt hvad orkan í hnetunum hressti okkur vid eftir langan göngutúr.

Frumskógurinn sjálfur er magnadur, thad maetti eiginlega líkja honum vid hafid, svo ógnarfagur en um leid veldur hann med manni einhverri óttatilfinningu. Tilfinningin ad labba um í thykkum frumskóginum er yfirthyrmandi, allt ad thví ad valda innilokunarkennd thar sem ad hann er svo thykkur. Thad ad fólk sem villist í frumskógi gangi af göflunum, finnst mér ekki skrýtid.

Bátsferdir voru fleiri en gönguferdir og mörgum tímum eytt í ad róa um „flaediskóg“, thad er ad segja thann hluta frumskógarins sem Amazon flaedir yfir. Thad er vodalega dularfullt ad róa á milli trjánna í leit ad hinu og thessum dýrum. Allir thögulir til ad styggja ekki dýrin. Ádur hins vegar en haldid er í frumskógarferd má ekki gera sér of miklar vonir, thví eins og ádur sagdi er frumskógurinn mjög thykkur og mörg dýranna halda sig inn í honum midjum. Vid vorum hins vegar ágaetlega heppin og sáum medal annars baedi gráa og bleika höfrunga sem lifa í Amazon fljótinu. Vid skelltum okkur meira ad segja til sunds med theim thó ad their hafi bara synt í burtu thegar vid skjanna-hvítu höfrungarnir frá Íslandi og Svíthjód stungum okkur út í.

Thann sama dag fórum vid á Pírana-fiska veidar. Thad var einstaklega gaman thótt ad ég hafi bara veitt einn ( húkkadi reyndar í augad á greyinu... telst sam veidi ekki satt...?) og Snaebjorn veiddi ekki neinn. Adalveidimennirnir voru leidsogumadurinn okkar og Viktor hinn saenski. Vid höldum thví stadfastlega fram ad their hafi fengid betri bambus veidistöng.

Um kvöldid thegar vid vorum á leidinni heim í frumskógar-baekistödina stoppadi kanóinn okkar til ad leita ad Caiman-krókódílum. Vid eyddum um hálftíma í ad dorma medfram bökkum ánnar og allt í einu snýr leidsögumadur okkar vid og bidur saenska samferdalang okkar hann Lars ad halda á einhverju fyrir sig. Thetta eitthvad reyndist vera árs gamall Caimann-krókudíll. Thad er ótrúlegt ad fá ad halda á svona skepnu og hann var alveg kjurr og eflaust bara skíthraeddur greyid. Thessi krókudíll var bara unglamb og thví ekki stór, en tennurnar í honum voru thrátt fyrir thad nógu andskoti beittar. Vid fengum öll ad halda á honum og strjúka mjúkum maga hans og hördu baki.

Heppnin lék vid okkur og vid vorum einn af fáum hópum sem stadsettir voru í frumskógarbaekistodinni sem fengum ad sjá apa. Vid sáum tvaer gerdir af öpum, thótt vid getum thví midur ekki nefnt tegund theirra. Thetta voru litlir saetir apar sem flugu á milli trjánna. Vid vorum svo heppin ad sjá thá tvo daga í röd á fjórum mismunandi stödum. Their eru ótrúlega snöggir og thví erfitt ad ná mynd af theim, en thví skemmtilegra ad fylgjast med theim og hlusta á hljódin frá theim.

En apar voru ekki einu spendýrin sem vid sáum thví vid fengum einnig ad sjá letidýr. Vid byrjudum á ad sjá nokkur steinsofandi letidýr, en thad er vodalega erfitt ad sjá thau upp í trjánum thar sem thau hjúfra sig saman í lita lodnar kúlur sem í fjarlaegd líkist bara gráu termítabúi. En letidýr sofa um 15 til 18 klukkustundir á hverjum sólarhring. Thví urdum vid mjög hamingjusöm thegar vid sáum letidýr vera ad borda hátt upp í tré og fikra sig svo mjööööööög haegt nidur. Vid tókum meira ad segja myndbandsupptöku af thví thegar thad fikradi sig nidur.
Margir leidsögumenn stunda thad víst ad taka letidýrin nidur úr trjánum til ad leyfa ferdamönnunum ad halda á theim og taka myndir af sér med theim. Edson tjádi okkur hins vegar ad letidýrin vaeru mjög vidkvaem dýr og ad komid hefdu upp mörg daemi thess ad letidýr veiktust eftir ad hafa verid nálaegt mönnum og skridu svo bara inn í skóg og daeju. Letidýrin eyda staerstum hluta lífs síns upp í tré en thad kemur fyrir ad their syndi yfir ár.... mjööööög haegt og eru thar med audveld brád fyrir t.d. krókódíla sem og ránfugla.

----------------------------------------------------------------------

Örlítid er eftir ad frumskógaraevintýrinu og verdur thridji hlutinn jafnframt sá sídasti. Haegt og rólega virdumst vid vera ad fikra okkur í áttina ad núinu á thessu bloggi. Vid erum enn stödd í Buenos Aires og tjah viljum bara helst ekkert fara hédan. Vid komumst nefnilega ad thví ad thad eru ekki bara steikurnar og raudvínin hérna sem gefa manni vatn í munninn heldur er ísinn hérna líka himneskur. Argentína er náttúrulega ad stórum hluta byggd af afkomendum Ítala sem komu med íshefd sína hinga yfir hafid og ef eitthvad er hafa baett hana med öllum mögulegum ávaxta bragdtegundum. Ísinn hér slagar ad minnsta kosti hátt upp í besta ís sem ég hef smakkad, sem var á Markúsartorgi í Feneyjum. Sá ís var bragdadur í fylgd med Önnu Samúelsdóttur í útskriftarferd okkar sumarid 2004 og getur hún vitnad um gaedi íssins.

Annars bid ég ykkur bara vel ad lifa :)

Innskot: Fleiri myndir áttu ad fara med thessari faerslu, en thar sem ad rafmagnid fór af netkaffihúsinu á medan ipod-inn okkar (og myndageymsla) var tengdur, vill hann ekki hlada inn fleiri myndum. Myndir verda settar med faerslunni um leid og haegt er.

sunnudagur, mars 26, 2006

Frumskógarnætur

29 klst rútuferð bar okkur alla leiðina yfir landamæri Brasilíu og til frumskógarborgarinnar Manaus. Tessi rútuferð var hins vegar ekki eins erfið og við bjuggumst vid ef frá voru talin öll þau skorkvikindi er völsudu um veggi og glugga rútunnar eins og þau ættu staðinn. Endalausar vakningar venezulenska hersins um nóttina gerðu það hins vegar að verkum að svefn var af skornum skammti um nóttina þótt vid hefðum vegna þess sofið þvi meira um daginn. Þessar vakningar voru hins vegar alls ekki skemmtilegar. Á um 500 km kafla vorum við stoppuð fjórum sinnum. Í þremur tilfellum af þessum fjórum var okkur sagt að gjöra svo vel að stíga út úr rútunni með allan okkar farangur því að það átti að skoða hann. Þannig að þarna stöndum við í röð klukkan, 1:30, 3:30, og 6:00 um nóttina í ca. hálftíma, 40 mín í hvert skipti og bíðum þess að hermennirnir geti horft á okkur tæma úr töskunum okkar til þess eins að troða aftur ofan í taer. Rútan stoppaði aldrei á milli þessarra stöðva, þannig að okkur hefði ekki gefist tækifæri á að dæla eiturlyfjum og skotvopnum í töskurnar okkar á milli þessara stöðva þótt við hefðum viljað það. Þegar einn farþegi rútunnar spurði svo hvort þeir gætu ekki hringt á milli vegastoppa til að staðfesta að allur farangur hefði verið skoðaður, brást hermaðuri ókvaeða við og skoðaði tösku spyrjanda þvi betur. Ég persónulega gerði í því að hafa dömubindin, túrtappana og óhreinu fötin efst í von um að hermennirnir færu hjá sér og myndu sleppa mér létt í gegn. Virkaði í tveimur skiptum af þremur.

Kl. 01:30 thann 17. febrúar (lögdum af stad thann 15.febrúar kl. 20:30) vorum vid loksins komin til Manaus. Hentum okkur inn í fyrsta leigubíl sem vid fundum og héldum á hótel sem hét thví skemmtilega nafni Tíundi júlí. Morguninn eftir var tekinn med trompi og verslud heil frumskógarferd, 6 daga og 5 nátta ferd, med frumskógarfyrirtaekinu Amazon Gero Tours sem svo heppilega vildi til ad var vid hlidina á hótelinu okkar. Thjónustan thar fannst okkur vera framúrskarandi(langar bara ad skjóta inn í ad í thessum skrifudu ordum er maur ad rannsaka lyklabordid mitt), en their hjálpudu okkur med allt sem vid áttum eftir ad gera. Tar ma t.d. nefna finna banka, ganga a milli ferdaskrifstofa, túlka, finna og kaupa flug frá Manaus til Rió, finna ódýran stad til ad thvo thvott (hrein föt eru vanmetin!!!), kaupa vadstígvél og skordýrafaelu-sprey fyrir frumskóginn, hringja fyrir okkur hingad og thangad innan Brasilíu,leyfdu okkur ad nota internetid hjá sér ad vild og svona maetti lengi áfram telja. Vid vorum ordnir algjörir heimalningar tharna thegar their loksins losnudu vid okkur til Rió.

Frumskógarferdin hófst hins vegar 18. febrúar klukkan 8 um morgun. Á leidinni á gististad okkar vid Mamori ánna sigldum vid yfir Amazonfljótid. Tar í midju fljótinu stoppudum vid hjá stad sem er kalladur "Stadurinn thar sem árnar maetast" eda á hinu vinsaela slettumáli "The meeting of the Rivers" thar sem Rió Negro og Rió Solimões maetast og mynda Amazonfljótid en skil þeirra má sjá mjög greinilega. Öðrum megin má sjá kolsvarta á en hinum megin eru hún leðjubrún.

Leiðsögumaður okkar inn í frumskóginn hét Edson. Við fyrstu kynni virtist hann vera algjör gúmmítöffari, en það voru víst bara sólgleraugu og silfurtönnin því hann var vænsta skinn og heilmikið í hann spunnið. Hann er aðeins einu eða tveimur árum eldri en við en hafði þó verið leiðsögumaður í 6 ár hjá Amazon Gero tours. Til 14 ára aldurs bjó hann í frumskóginum með fjölskyldu sinni en eftir það fluttist hann til frumskógarborgarinnar Manaus. Það magnaða við þennan leiðsögumann var hvað hann var ákveðinn um hvað hann vildi gera í framtíðinni. Hann ætlar sér að verða læknir og vinna í frumskóginum til að hjálpa fólkinu þar í kring. Það er hins vegar mjög erfitt að komast inn í læknanám í Brasilíu og mjög dýrt. Til þess að nýta tímann sem best var hann oft með ljósrit úr eðlisfræðibókum sem hann las í stafni vélknúna kanóans þegar við vorum í löngum bátsferðum. Hann talaði mjög góða ensku, og einnig spænsku, ágætis þýsku og eitthvað í japönsku. Gamla sjálfsbjargarviðleitnin haaaa?

Eftir 2 og hálfs tíma ferð með bátum og bílum komum með að dvalarstað okkar í frumskóginum. Þetta var tveggja hæða kofi, með rússneskum ljósaperum og hengirúmum. Okkur var reyndar úthlutað herbergi en þar sem að okkur líkaði ekkert sérstaklega vel að liggja á 5 cm plönkum, þar sem að dýnan lagðist bara saman, var gist í hengirúmum það sem eftir var ferðinnar. Og þvílíkur lúxus, ég held að það sé varla neitt þægilegra en að liggja í hengirúmi á efri hæð þessa húss með bók og tónlist í eyrum. Ekki skaðaði heldur að engar rúður voru á gluggunum þarna (í herbergjunum voru reyndar flugnanet) þannig að hlý golan streymdi inn.... Það eina slæma við að sofa í hengirúmum í Amazon eru helv... flugnanetin sem maður þarf alltaf að hafa yfir þeim. Þau gerðu lítið sem ekkert gagn þar sem að þau lágu alltaf upp að manni, en það var reyndar eflaust bara vegna gæða þessarra neta sem við fengum.

Fyrsti maðurinn sem við hittum í þessu húsi var hann Daryll. Hann var að búa sér til sjóskíðabretti úr planka, gömlum sjúskuðum skóm og bandi. En sagan var sú að honum hafi leiðst svo mikið löngu bátsferðirnar og hefði honum þá dottið í hug hversu miklu skemmtilegra væri að fara þetta á sjóskíðum, eða hérna sjóbretti. Eftir að hafa málað á brettið stjörnur og tungl var það loksins tilbúið til prófunar. Og viti menn, eftir að hafa hangið aftan í bát mannsins sem rak staðinn þar sem við gistum í tuttugu mínútur, tókst honum loksins að standa á brettinu. Og nú er í deiglunni að opna sjóskíðaskóla í Amazon.(Innskot: nú er ennþá stærri maur að skríða á skjánum mínum)

En Darryll er ekki einvörðungu þekktur fyrir færni sína á heimatilbúnum sjóbrettunum heldur hefur hann ýmislegt annað í pokahorninu. Meðal annars má nefna að hann hefur verið á flakki um heiminn í meira og minna 6 ár og hefur þar með heimsótt stóran hluta heimsins, í raun sagðist hann bara eiga eftir Afríku og Norðurlöndin. Hann ferðast um á mótorhjóli og kaupir þau þegar hann kemur inn í landið og selur þau svo þegar hann fer aftur. Ég spurði hvort að hann hefði unnið í lottói en hann svaraði því neitandi, sagðist eiginlega ekki vita sjálfur hvernig hann færi að þessu. Hann vildi örugglega bara ekki deila leyndarmálinu. Það skemmtilega við þennan mann var hvað hann var afslappaður, sem dæmi ákvað hann að vera degi lengur í frumskóginum af því að hann hafði fundið bók sem honum langaði til að klára. Eins þegar hann var spurður um hversu lengi hann hugðist ferðast þá var hann ekki viss en sagði svo eftirminnilega: „maybe forever....“ Já, mér fannst það soldið kúl. Í upphafi ætlaði hann víst bara að fara í 1 árs heimsreisu, en einhvern veginn tegðist úr henni. Þessi 35 ára Kaliforníu-búi hafði því margar mjög skemmtilegar og áhugaverðar sögur og ef þið hafið áhuga þá er hann með heimasíðu, www.groovydomain.com.

------------------------------------------------------

En svona til að hverfa til þess sem við erum að gera akkúrat núna en ekki fyrir einhverjum vikum síðan, þá erum við sem sagt stödd í Buenos Aires, evrópsku borg Sudur Ameríku. Og já, hér myndi ég vilja búa. Við vorum tvær nætur í Asunción í Paraguay en okkur langaði bara aðeins að kíkja tangað á leið okkar til Argentínu. Paraguay er mun meira sveitó, ef það má segja það, heldur en Brasilía og Venezuela. Brasilía er mun þróaðra að öllu leiti og í Venezuela er allt önnur stemming. Sú stemming tilheyrir því eflaust ad landið liggur við karabíska hafið.

Það hefur samt verið mjög gaman að bera saman löndin og það sem við höfum tekið eftir er t.d. að í Venezuela drekka þeir allt með röri. Ég er ekki bara að tala um safa og gosdrykki, ég er að tala mjólk úr mjólkurfernum og ég er að tala um að þeir drekka alltaf bjórinn sinn með röri.

Í Brasilíu er hins vegar siðurinn sá að stinga ávallt upp þumalputtanum ef þú ert sammála um eitthvað eða bara ef þú ert í góðu skapi þá er það bara „thumbs up“. Mjög skondið, og það gera allir þetta og það er fyndið hvað þetta festist við mann. Ég stend mig ósjaldan að því að vera reka þumalputtanum framan fólk þegar ég segi „gracias.“ Vonandi telur fólk mig ekki vera skrýtna.

Við höfum enn ekki verið nógu lengi í Paraguay eða Argentínu til að sjá einhver þjóðareinkenni en það kemur eflaust. Það sem við höfum hins vegar séð er að hvar sem Argentínu- eða Paraguaybúar eru þar er mate. Það eru hreinlega allir að drekka maté, sem er te úr matelaufum. Á hverju götuhorni, á hvaða bekk sem er og inn öllum skrifstofum er fólk með mataglös. Í glasinu er heill hellingur af mate-laufum og svo hella þeir vatni yfir þetta allt saman, hvort sem er heitu eða köldu, og drekka svo í gegnum stálrör sem gegnir einnig hlutverki sem skeid. Í Paraguay drekka þeir víst meira af köldu mate heldur en heitu og njóta ad súpa tad ískalt í skugganum á medan siestan þeirra varir, sem virðist vera frá klukkan 11 á morgnanna til klukkan fimm á daginn.

Eg set framhaldid af Amazon fljótlega inn, en ef ég thekki okkur rett er víst best ad lofa engu. En Buenos Aires bídur sem og steikurnar og raudvínid....

mánudagur, mars 13, 2006


Gleðifréttir

Já, þann 9. mars klukkan 13:35 fæddist lítill drengur, 19 merkur og 54 cm. Það væru nú kannski ekki merkilegar fréttir ef þetta væri ekki hann litli bróðir minn og er þar með þriðja systkinið sem ég eignast. Að sjálfsögðu er hann afbragð annarra barna og með eindæmum myndarlegur. Já, ef hann er ekki bara sætasta barn í heimi.

Það er hálf skrýtið að vera í allt öðrum heimshluta þegar svona sætt barn fæðist í hinum hlutanum. Smá vottur af heimþrá hreiðraði um sig þegar ég heyrði fréttirnar. Hann verður sem sagt tæplega 4 mánaða þegar ég kem heim. Snæbjörn fær að sjá „litla mág“ sinn mánuði á undan mér. En ætli hann verði ekki jafn sætur þegar ég kem heim... ;)

Viðbót 15/3 06 kl. 15:56 : Ég stóðst ekki mátið og setti því mynd af brósa hérna inn. Eins og sjá má er hann eign þvottahúss spítalanna.

miðvikudagur, mars 08, 2006

Myndir myndir myndir

Já, loksins loksins. Myndir komnar inn á videigandi sídu. Thaer eru líka hér til hlidar undir myndasafni.

Rétt er ad benda á ad inni í krónólógísku rödina vantar myndir frá Puerto la Cruz og Isla Margarita sem eru í thessum skrifudu ordum ad hladast inn.

Thad tekur hins vegar fááááránlega langan tíma ad hlada thessum myndum inn a netid, thannig ad eg veit ekki hvenaer thad album verdur opid almenningi, en thad verdur auglýst.

Annars vona ég bara ad thid njótid vel. :)
Ríkisstjóraheimsókn

Við Elín Lóa gistum ekki nema tvær nætur í Ciudad Bolívar. Þangað höfðum við farið til að festa kaup á flugferð yfir Angelfoss, hæsta foss jarðar. Þegar á hólminn var komið reyndist sú ferð raunar vera of dýr og tímafrek miðað við það sem við höfðum ætlað svo ekkert varð úr. Auk þess er vatnsmagnið í fossinum miklu minna á þessum tíma árs en yfir regntímann og fossinn því ekki jafntilkomumikill, getur jafnvel horfið í mistur áður en vatnið nær til jarðar. Jæja, í stað þess að svekkja sig segir maður bara eins og svo oft: „Við sjáum þetta bara næst.“

Útúrdúrinn til borgarinnar reyndist þó alls ekki tilgangslaus því við kynntumst ýmsu fólki á rölti okkar um borgina. Má þar líklegast helstan nefna Francisco Rangel, ríkisstjóra Bólívar-ríkis (eins af 23 ríkjum Venezúela) en einnig Simón eldri, sósíalista af guðs náð, og Simón yngri, fyrrverandi nemenda í Miami og ekki alveg jafnmikinn sósíalista.

Ef við tölum fyrst um borgina þá er Ciudad Bolívar einhver undarlegasta borg, sem við höfum komið til. Við komum seint um kvöld og fórum beint á hótel, ekki langt frá miðbænum. Morguninn eftir ákváðum við svo að taka leigubíl niður í miðbæ. Jæja, til að komast á aðaltorg venezúelskrar borgar þarf ekki annað en að láta skutla sér á „Plaza Bolívar“. Í hverjum einasta þéttbýliskjarna finnst torg kennt við sjálfstæðishetjuna miklu, Símon Bólívar, og er það yfirleitt aðaltorgið. Ciudad Bolívar er engin undantekning. Öfugt við aðrar borgir reyndist hins vegar ekkert svo auðvelt að finna torgið þar sem leigubíllinn skutlaði okkur ekki alveg alla leið. Um tíma héldum við jafnvel að leigubílstjórinn ætlaði að ræna öllu af okkur þar sem hann þræddi örmjó stræti og innkeyrslur án þess að nokkuð bólaði á svæði sem mætti kalla miðbæ. Auðvitað varð bílstjórinn svo sármóðgaður þegar við spurðum hvert í ósköpunum hann væri að fara. Loks fundum við þó torgið eftir að hafa rölt nokkuð um og reyndist miðbærinn þá vera pínulítill og samanþjappaður uppi á hæð í miðri borginni, en samt um leið stórmerkilegur í sögu Venezúela. (Seinna komumst við að því að Ciudad Bolívar er í raun algjör bílaborg, vel dreyfð enda af nógu plássi að taka.) Við Plaza Bolívar reyndist vera heljarmikil og falleg dómkirkja, reist skömmu eftir stofnun borgarinnar 1764. Meiri athygli vöktu aftur á móti tugir lögreglumanna og lögreglubílar, svona 50 til 60 stykki. Fljótlega komumst við að því að ríkisstjórinn væri að afhenda lögreglunni nýja lögreglubíla og -mótorhjól við mikla hátíðarathöfn.

Þar kom til sögunnar Simón eldri, mikill stuðningsmaður forseta Venezúela Hugo Chavezar og ríkisstjórnarinnar, og jafnframt stuðningsmaður hins vinstrisinnaða ríkisstjóra Bólívar-ríkis. Einhvern veginn hófust samræður milli okkar (lesist: Elínar Lóu spænskusnillings) og Simónar þessa, sem spurði forvitinn hvaðan við værum og hvað við værum að gera í Venezúela. Samtalið spannst um heima og geima en eftir skamma stund lauk því snöggt þar sem títtnefndur ríkisstjóri, Francisco Rangel, steig út úr ríkisstjórnarbyggingunni fyrir framan torgið. Mikil ringulreið myndaðist þar sem fréttamenn reyndu að ná tali og myndum af manninum. Með lagni náði kvenkyns ljósmyndari þessa bloggs meira að segja nokkrum góðum.

Hetja dagsins var hins vegar Simón sósíalisti, sem ákvað upp á sitt einsdæmi að ríkisstjórinn þyrfti öllu fremur að kynnast íslenskum stúlkum. Til að uppfylla þá hugmynd sína tók hann í höndina á Elínu Lóu og dró hana af stað, jafnframt sem hann reyndi að kalla á Rangel ríkisstjóra. Að lokum tókst honum að troða Elínu Lóu í gegnum mannþröngina og þar stóð hún ein hjá ríkisstjóranum, fyrir framan allar venezúelsku fréttamyndavélarnar, kossum var smellt, haldist var í hendur og spjallað um allt mögulegt. Því miður náði undirritaður ekki myndum af samtalinu en því var án efa sjónvarpað um allt landið enda var Elín Lóa sú eina sem náði tali af hinum hjartahlýja Francisco Rangel þennan eftirmiðdag. (Já, ég veit, hann lítur í alvöru út eins og ráðherra í herforingjastjórn.)

Eftir þetta steig ríkisstjórinn upp í einn lögreglubílanna og þaut á brott ásamt flotanum. Simón dró okkur hins vegar inn á skrifstofu, sem ríkisstjórinn stofnaði til að aðstoða borgarbúa (heitir á spænsku „Atencion a ciduano“). Þar sagði hann hugfanginn frá sósíalismanum og hinni illu bandarísku heimsvaldastefnu. Hann sagði að Elín Lóa yrði að gerast læknir því hún væri með svo stórt hjarta, jafnframt sem hann sýndi okkur hvernig stofna ætti sósíalískt samfélagsráð.

Angel eða ekki Angel?

En þar sem við vorum á höttunum eftir ferð yfir Angelfoss neyddumst við til að kveðja Simón sósíalista, sem var nú orðinn eins og gamall góðvinur okkar. Að lokum hjálpaði hann okkur aðeins með ferðina og talaði við son skrifstofustjórans, sem þekkti að sögn alla flugmenn borgarinnar. Birtist þá skyndilega, eins og engill af himnum ofan, eldri sonur skrifstofustjórans, sem einnig hét Simón. Simón yngri var 21 árs gamall sjálfstæður atvinnurekandi og fyrrverandi nemandi í Miami þar sem hann lærði ... jah, við skyldum því miður eiginlega aldrei hvað hann var að læra en hann kallaði það sjálfur „mass media“ og nefndi sem dæmi að hann gæti fengið vinnu við að lesa inn á teiknimyndir (?!). Simón sagðist geta reddað Angelfoss-ferðinni fyrir okkur þar sem vinur hans ynni á ferðaskrifstofu og hann hefði sjálfur unnið í ferðamannageiranum.

Lögðum við því af stað í langan leiðangur. Fyrst var förinni heitið inn á ferðaskrifstofu í næstu götu þar sem boðið var upp á ágæta en frekar dýra þriggja daga frumskógarferð að fossinum. Þar sem við vorum í tímaþröng og höfðum hugsað okkur að fara frekar í lengri ferð inn í Amazon sáum við okkur ekki annað fært en að afþakka tilboðið. Þá fór Simón með okkur á flugvöllinn þar sem við kíktum á aðrar ferðaskrifstofur en engin bauð upp á tiltölulega ódýra eins dags flugferð yfir fossinn, eins og við höfðum áhuga á. Eftir þetta bauðst Simón til að skutla okkur e-t að borða, sem við þáðum, og vegna ótrúlegrar hjálpsemi hans buðum við honum auðvitað að borða með okkur. Að því loknu tókum við leigubíl upp á rútustöð og athuguðum hvernig rútuferðum yfir til Santa Elena de Uairén við landamæri Venezúela og Brasilíu væri háttað en komumst að því að líklegast borgaði sig bara að taka rútu alla leið yfir til Manaus í Amazon. Eini gallinn væri sá að rútuferðin tæki litla 27 klukkutíma. Við ákváðum samt að leggja af stað til Manaus næsta kvöld.

Frá rútustöðinni tókum við leigubíl heim á hótel og röltum þaðan yfir á nálæga venezúelska skyndibitakeðju. Þetta var á valentínusardeginum og hópar af ungum krökkum fylltu hvern krók og kima staðarins. Þegar við höfðum pantað og sest niður settust við hliðina á okkur á næsta borð tveir strákar, 15 ára gamlir, og hóf annar þeirra að spjalla við okkur á ensku. Hann sagði að þeir væru í þriðja bekk í „high school“ og að þeir notuðu hvert tækifæri sem gæfist til að æfa sig í ensku við útlenska ferðamenn. Báðir ætluðu þeir að verða verkfræðingar og væru á leið í inntökupróf fyrir háskóla eftir eitt eða tvö ár. Okkur Elínu Lóu fannst það ansi magnað hjá strákunum að þora að gefa sig svona á tal við útlendinga enda hefði maður sjálfur varla þorað því heima. Gaman að sjá hversu metnaðarfullir þeir væru í að nýta hvert tækifæri sem þeir fengju þótt þau væru fá í samanburði við möguleika okkar Íslendinganna, sem höfum fengið meira og minna allt upp í hendurnar á okkar stuttu ævi.

Morguninn eftir fórum við svo á netið, fengum okkur að borða og skoðuðum flottasta nútímalistasafn, sem við höfum nokkurn tímann komið á. Heitir það Museo de Arte Moderno Jesús Soto, kennt við frægasta listamann Venezúela, Jesus Rafael Soto. Listasafnið á einnig verk eftir aðra nútímalistamenn, bæði málara og skúlptúrista og fannst okkur vel þess virði að heimsækja borgina þótt ekki hefði verið nema bara út af þessu safni.

Klukkan átta um kvöldið vorum við svo mætt á rútustöð borgarinnar, tilbúin til að stíga upp í rútu sem flytja átti okkur til Brasilíu.